Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-1 | Blikar tryggðu sér Evrópusæti með sigri gegn Íslandsmeisturunum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2023 21:03 Valur fékk Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Pawel Breiðablik lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðið sótti Val heim í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Það var Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði sigurmark Breiðabliks í leiknum með stórglæsilegu mark í upphafi seinni hálfleiks. Þessi sigur tryggði Blikum sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili en liðið hafnar í öðru sæti deildarinnar sex stigum á eftir Val og fimm stigum á undan Þrótti og Stjörnunni sem koma þar á eftir í þriðja til fjórða sæti. Valur hafði nú þegar og raunar fyrir fjórum umferðum og um það bil þremur vikum síðan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en bikarinn fór á loft eftir leikinn í kvöld. Valur var að fagna sínum 14. Íslandsmeistaratitli í sögunni og þeim þriðja í röð. Valskonur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega að leik loknum þrátt fyrir tapið. Vísir/Pawel Af hverju vann Breiðablik? Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik komu Blikar sterkir til leiks inn í seinni hálfleikinn og sóttu stigin þrjú sem liðið þurfti til þess að næla sér í Evrópusætið. Leikmenn Breiðabliks spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik í þessum leik og gáfu fá færi á sér. Þá voru gestirnir nær því að bæta við en Valskonur að jafna metin. Hvað gekk illa? Svo virtist sem Valsarar væru svolítið saddir í þessum leik og hugurinn væri kominn í næsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu. Langt er síðan Hlíðarendaliðið tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn og það er mikilvægur leikur handan við hornið svo það er ekkert óeðlilegt að aðeins hafi skort upp á hungrið í að bæta við enn einum sigrinum í deildinni á þessari leiktíð. Blikar náðu að halda hreinu gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals. Vísir/Pawel Hverjar sköruðu fram úr? Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði markið mikilvæga og var nálægt því að skora meira eftir að hún komst á bragðið. Agla María Albertsdóttir var skeinuhætt og Andrea Rut Bjarnadóttir öflug inni á miðsvæðinu. Þá steig varnarlína Breiðabliks fá sem engin feilsport í þessum leik og þar fyrir aftan var Telma Ívarsdóttir góð. Hjá Valsliðinu var Fanney Inga Birkisdóttir örugg í sínum aðgerðum í markinu og varði nokkrum sinnum vel. Þá var Berglind Rós Ágústsdóttir spræk og átti nokkrar fínar tilraunir til þess að bjarga stigi. Hvað gerist næst? Valur mætir austurríska liðin St. Pölten í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum á þriðjudaginn kemur. Blikar eru hins vegar komnir í frí með Evrópusæti í farteskinu. Pétur Pétursson var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir úrslit leiksins. Vísir/Pawel Pétur: Tapið skemmir ekkert sigurhátíðina „Þetta tap skemmir alls ekki sigurhátíðina og við munum fagna saman með því að fara saman út að borða í kvöld. Við vorum komnar með 11 stiga forskot á tímabili og erum verðskuldaðir meistarar. Það er alltaf gaman þegar bikar fer á loft og þessi úrslit breyta því ekkert," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals að leik loknum. „Sumarið hefur verið mjög erfitt þar sem við höfum lent í miklum meiðslum og veikindum og í ljósi þess er það mikið afrek að ná að vinna þennan titil svona sannfærandi. Hvað þennan leik varðar þá vorum við flottar í fyrri hálfleik og getum tekið með okkur margt jákvætt í þá mikivægu leiki sem fram undan eru," sagði Pétur um árangur Vals. „Nú fer fókusinn að fullu yfir á fyrri leikinn við St. Pölten. Við njótum þess að borða saman í kvöld, svo er það bara heima að sofa og æfing í fyrramálið. Við viljum komast áfram í Meistaradeildinni og vonanid er nóg eftir af þessari leiktíð," sagði þjálfarinn um framhaldið. Gunnleifur: Ásættanlegt úr því sem komið var „Það er vissulega mikill léttir að hafa náð að landa Evrópusætinu og annað sætið er bara ásættanlegur árangur úr því sem komið var. Mér fannst við sýna mikla fagmennsku í þessum leik og það er gríðarlega sterkt að koma hingað og ná í stigin þrjú sem okkur vantaði til þess að tryggja Evrópusætið," sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks. „Það var aðallega vinnusemi, liðsheild og þroskuð frammistaða hjá liðinu sem skilaði þessum sigri. Við komum sterkar inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum nóg til þess að sigla sigrinum heim sem var mjög sætt," sagði Gunnleifur þar að auki. Gunnleifur tók við keflinu hjá Breiðabliki ásamt Kjartani Stefánssyni í kjölfar þess að Ásmundar Arnarsson létu af störfum í lok ágúst síðastliðnum. Gunnleifur veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér lengra en fram á morgundaginn: „Ég er bara að fara að þjálfa 8. flokkinn hjá Breiðabliki á morgun, meira veit ég ekki á þessum tímapunkti," sagði Gunnleifum framhaldið. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson gefur skipanir af hlíðarlínunni í leiknum. Vísir/Pawel Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Breiðablik lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðið sótti Val heim í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld. Það var Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði sigurmark Breiðabliks í leiknum með stórglæsilegu mark í upphafi seinni hálfleiks. Þessi sigur tryggði Blikum sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili en liðið hafnar í öðru sæti deildarinnar sex stigum á eftir Val og fimm stigum á undan Þrótti og Stjörnunni sem koma þar á eftir í þriðja til fjórða sæti. Valur hafði nú þegar og raunar fyrir fjórum umferðum og um það bil þremur vikum síðan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en bikarinn fór á loft eftir leikinn í kvöld. Valur var að fagna sínum 14. Íslandsmeistaratitli í sögunni og þeim þriðja í röð. Valskonur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum vel og innilega að leik loknum þrátt fyrir tapið. Vísir/Pawel Af hverju vann Breiðablik? Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik komu Blikar sterkir til leiks inn í seinni hálfleikinn og sóttu stigin þrjú sem liðið þurfti til þess að næla sér í Evrópusætið. Leikmenn Breiðabliks spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik í þessum leik og gáfu fá færi á sér. Þá voru gestirnir nær því að bæta við en Valskonur að jafna metin. Hvað gekk illa? Svo virtist sem Valsarar væru svolítið saddir í þessum leik og hugurinn væri kominn í næsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu. Langt er síðan Hlíðarendaliðið tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn og það er mikilvægur leikur handan við hornið svo það er ekkert óeðlilegt að aðeins hafi skort upp á hungrið í að bæta við enn einum sigrinum í deildinni á þessari leiktíð. Blikar náðu að halda hreinu gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals. Vísir/Pawel Hverjar sköruðu fram úr? Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði markið mikilvæga og var nálægt því að skora meira eftir að hún komst á bragðið. Agla María Albertsdóttir var skeinuhætt og Andrea Rut Bjarnadóttir öflug inni á miðsvæðinu. Þá steig varnarlína Breiðabliks fá sem engin feilsport í þessum leik og þar fyrir aftan var Telma Ívarsdóttir góð. Hjá Valsliðinu var Fanney Inga Birkisdóttir örugg í sínum aðgerðum í markinu og varði nokkrum sinnum vel. Þá var Berglind Rós Ágústsdóttir spræk og átti nokkrar fínar tilraunir til þess að bjarga stigi. Hvað gerist næst? Valur mætir austurríska liðin St. Pölten í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum á þriðjudaginn kemur. Blikar eru hins vegar komnir í frí með Evrópusæti í farteskinu. Pétur Pétursson var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir úrslit leiksins. Vísir/Pawel Pétur: Tapið skemmir ekkert sigurhátíðina „Þetta tap skemmir alls ekki sigurhátíðina og við munum fagna saman með því að fara saman út að borða í kvöld. Við vorum komnar með 11 stiga forskot á tímabili og erum verðskuldaðir meistarar. Það er alltaf gaman þegar bikar fer á loft og þessi úrslit breyta því ekkert," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals að leik loknum. „Sumarið hefur verið mjög erfitt þar sem við höfum lent í miklum meiðslum og veikindum og í ljósi þess er það mikið afrek að ná að vinna þennan titil svona sannfærandi. Hvað þennan leik varðar þá vorum við flottar í fyrri hálfleik og getum tekið með okkur margt jákvætt í þá mikivægu leiki sem fram undan eru," sagði Pétur um árangur Vals. „Nú fer fókusinn að fullu yfir á fyrri leikinn við St. Pölten. Við njótum þess að borða saman í kvöld, svo er það bara heima að sofa og æfing í fyrramálið. Við viljum komast áfram í Meistaradeildinni og vonanid er nóg eftir af þessari leiktíð," sagði þjálfarinn um framhaldið. Gunnleifur: Ásættanlegt úr því sem komið var „Það er vissulega mikill léttir að hafa náð að landa Evrópusætinu og annað sætið er bara ásættanlegur árangur úr því sem komið var. Mér fannst við sýna mikla fagmennsku í þessum leik og það er gríðarlega sterkt að koma hingað og ná í stigin þrjú sem okkur vantaði til þess að tryggja Evrópusætið," sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks. „Það var aðallega vinnusemi, liðsheild og þroskuð frammistaða hjá liðinu sem skilaði þessum sigri. Við komum sterkar inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum nóg til þess að sigla sigrinum heim sem var mjög sætt," sagði Gunnleifur þar að auki. Gunnleifur tók við keflinu hjá Breiðabliki ásamt Kjartani Stefánssyni í kjölfar þess að Ásmundar Arnarsson létu af störfum í lok ágúst síðastliðnum. Gunnleifur veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér lengra en fram á morgundaginn: „Ég er bara að fara að þjálfa 8. flokkinn hjá Breiðabliki á morgun, meira veit ég ekki á þessum tímapunkti," sagði Gunnleifum framhaldið. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson gefur skipanir af hlíðarlínunni í leiknum. Vísir/Pawel
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti