Pep hrósaði ungstirninu: „Hann skilur alltaf hvað er að gerast“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 22:30 Rico Lewis átti mjög góðan leik fyrir Manchester City í kvöld og fékk hrós frá Pep Guardiola eftir leik. Vísir/Getty Pep Guardiola var afar ánægður með frammistöðu hans manna í Manchester City í kvöld. Liðið gerði góða ferð til Leipzig og vann 3-1 sigur. Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sigur Manchester City í kvöld var síður en svo auðveldur. Lengi vel stefndi í 1-1 jafntefli en mörk frá Julian Alvarez og Jeremy Doku undir lok leiksins tryggðu Manchester City 3-1 sigur. Í viðtali eftir leik var Pep Guardiola knattspyrnustjóri afar sáttur með frammistöðu síns liðs. „Nærri því fullkomin frammistaða fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Það er ekki hægt að koma hingað og fá ekki á sig skyndisóknir eins og þeir skoruðu úr. Ef maður spilar of opið gegn Leipzig þá rústa þeir þér,“ sagði Guardiola en mark Ikoma Openda kom eftir skyndisókn Leipzig. "He s one of the best I have ever trained, by far."Pep Guardiola is full of praise for Rico Lewis.#MCFC | #UCL pic.twitter.com/vX2OCzgxaS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þegar þú nærð 15, 20 eða 25 sendingum í öllum aðgerðum þá gerast góðir hlutir. Þeir ná þá ekki skyndisóknunum, við sýnum þolinmæði og kantmennirnir okkar náðu snertinum og þá gerast hlutir. Við spiluðum mjög vel og ég er ánægður með frammistöðuna. Við erum með sex stig og erum búnir að taka stórt skref í átt að því að komast áfram.“ Rico Lewis lék á miðjunni hjá City í kvöld og átti frábæran leik. „Ég er með svo marga leikmenn en það er erfitt að finna betri leikmann en hann í að spila í vasanum. Hann er frábær sem sitjandi miðjumaður, sem sókndjarfur miðjumaður og jafnvel sem bakvörður sem kemur inn á miðjuna eða fer upp kantinn. Hann er góður því hann er með svo mikil gæði. Hann skilur alltaf hvað er að gerast. Sama hvað andstæðingar gera, hvað samherjar gera þá tekur hann alltaf rétta ákvörðun,“ sagði Pep um Lewis. „Ég get treyst á hann og síðasta tímabilið hjálpaði mjög mikið.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira