Ræddu leikmannakaup Ten Hags: „Hans menn voru lélegastir á vellinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2023 14:00 André Onana hefur gert slæm mistök í báðum leikjum Manchester United í Meistaradeild Evrópu. getty/Alex Dodd Aron Jóhannsson segir að það líti illa út fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til félagsins séu. United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
United laut í lægra haldi fyrir Galatasaray, 2-3, á Old Trafford í gær. United hefur tapað báðum leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Aron og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu um stöðuna United og Ten Hags eftir leikinn gegn Galatasaray í gær. „Það verður áhugavert hvernig þjálfarinn ætlar að leiða þetta áfram, það er að segja ef hann fær að vera þarna áfram. Þetta virðist vera gegnumgangandi hjá þeim sem eiga að vera stórir karakterarar í þessu liði, Bruno Fernandes er einn af þeim, að það eru allir að benda á einhvern annan. Enginn tekur ábyrgð,“ sagði Jóhannes Karl. „Maður veit ekkert hvað hann er að hugsa og það voru vonir um að það væri hægt að byggja ofan á það en það hefur orðið algjört hrun á stuttum tíma; engin trú og enginn vilji. Auðvitað ætlum við ekki að sitja hér og segja að leikmenn United nenni ekki að hlaupa eða berjast. En það er eitthvað andleysi þarna.“ Onana er búinn að vera skelfilegur Kjartan Atli Kjartansson beindi umræðuna því næst að leikmannakaupum United í stjóratíð Ten Hags. Hollendingurinn hefur verið duglegur að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður, eins og Lisandro Martínez, André Onana, Sofyan Amrabat og Antony. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um United „Hvernig ætlar United að takast á við þetta? Ætla þeir að færa honum þessi völd, að leyfa honum að fá leikmenn sem hann langar í, til þess svo að reka hann í byrjun október. Það gengur heldur ekki upp finnst mér. En þegar maður sér svona frammistöðu og menn eru með hangandi haus er þetta mikið, mikið áhyggjuefni,“ sagði Aron. „Í dag [í gær] voru hans menn lélegastir á vellinum. Onana, sem er búinn að vera skelfilegur frá því hann kom. Amrabat var ekki mikill greiði gerður með því að vera allt í einu kominn í vinstri bakvörð. Hann er miðjumaður sem vinnur boltann og kemur honum á næstu gæja. Hann er allt í einu vinstri bakvörður. Hann er út úr stöðu og með lélegar fyrirgjafir.“ Jóhannes Karl tók við boltanum. „Ekki nóg með að Ten Hag hafi fengið að sækja sína leikmenn, heldur hefur líka verið talað um það í ensku pressunni að hann sé að sækja leikmenn í gegnum sama umboðsmann. Ekki hjálpar það honum núna, ef hann er að taka leikmenn eins og Amrabat í gegnum umboðsmann sem tengist honum. Það er hræðilegt ef satt er,“ sagði Skagamaðurinn. Umræðuna um United úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira