Fleiri skemmtileg störf en færri síendurtekin og rútínubundin Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2023 07:00 Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia segir eðlilegt að sumir hræðist það að gervigreindin útrými störfunum sínum. Frekar eigi þó að horfa á gervigreindina sem tækifæri til að búa til fleiri skemmtileg störf. Vísir/Vilhelm „Fyrir mér er hægt að súmmera þetta upp í eina góða setningu: Gervigreindin getur hjálpað okkur með síendurteknu rútínubundnu störfin og þjálfar sköpunarvöðvana okkar, tekur ekki yfir mannshöndina eða eyðir öllum störfum,“ segir Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia. Gyða segir eðlilegt að fyrstu viðbrögð hjá fólki við umræðu um gervigreind sé ótti. Ekki síst vegna þess að margir velta fyrir sér: Mun gervigreindin útrýma starfinu mínu? „Vissulega er gervigreindin hættuleg líka og við eigum ekkert endilega að taka við öllu sem frá henni kemur skoðunarlaust. En gervigreindin er sköpuð af okkur mannfólkinu og nú bíður það okkar næstu misserin að beisla hana og stýra. Það verður áfram okkar hlutverk,“ segir Gyða sem þó sér fleiri tækifæri og alls kyns jákvæða þróun geta skapast þegar gervigreind verður í meira mæli notuð í atvinnulífinu. Mannauðsdagurinn 2023 verður haldinn á föstudaginn en þetta er stærsti árlegi viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um nýjar áherslur og framtíðina þessum málum tengdum. Að skapa skemmtilegri störf Gyða hefur starfað í mannauðsmálum í nokkur ár en starfar í dag hjá stafrænni þróun Isavia sem tilheyrir sviði Upplýsingatækni og stafrænnar þróunar. „Það gerir starfið einmitt svo skemmtilegt því í mannauðsmálunum eru það einmitt mannlegu þættirnir sem við erum alltaf að hugsa um og það sem er svo mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um gervigreind að það eru einmitt þessir mannlegu þættir sem gervigreindin ræður ekki við,“ segir Gyða, sem sjálf telur mikilvægt að talað sé meira fyrir því hvaða skemmtilegu tækifæri geta skapast með því að innleiða og nýta betur tæknina. Að mati Gyðu verða til tækifæri með aukinni sjálfvirknivæðingu og gervigreind eins og að: Skapa fleiri skemmtilegri störf og þar með meiri starfsánægju Að sinna enn betur verkefnum sem krefjast mikillar nákvæmni og lágmarka mistök Að spara mikinn tíma sem hægt er að nýta í annað, og þar með kostnað Svigrúm skapast til að einbeita okkur betur að því að vera mannlegri á öðrum sviðum Sem sagt: Meiri starfsánægja, minni tími, færri mistök og auknar tekjur og nú gætu margir hugsað: Er þetta ekki bara „no-brainer?““ spyr Gyða en bendir jafnframt á að enn sé margt óunnið. Til dæmis eigi það hlutverk okkar eftir að þróast betur með hvaða hætti mannfólkið vaktar gervigreindina. Ekki aðeins til að varast hættur eða mistök, heldur líka til þess að passa að gervigreindin fari ekki yfir einhver siðferðisleg mörk sem tæknin sem slík, ræður ekki við að meta. „Fyrir mér eru nokkrir hlutir sem við þurfum að hafa í huga svo þessi tækni nýtist okkur rétt, og við getum virkilega haldið áfram á ferð og flugi að njóta þess að sinna skemmtilegum störfum.“ Hjá Isavia getur gervigreindin til dæmis hjálpað við það að taka á móti fleiri farþegum án þess að fjölga störfum segir Gyða. Þannig geti gervigreindin hjálpað mikið til við að hagræða.Vísir/Vilhelm Yngri kynslóðir vilja njóta lífsins í botn Ein af stærri áskorunum atvinnulífsins um allan heim eru þau kynslóðaskipti sem eru að verða á vinnustöðum. Þar er oftar en ekki vísað til þess að Z-kynslóðin, sem þó er ekki enn komin á vinnumarkaðinn nema að mjög litlum hluta, enda kynslóð sem fædd er tímabilið 1995-2012. Eitt af því sem þó einkennir almennt þær áherslubreytingar sem eru að innleiðast með yngri stjórnendum og mannauði í atvinnulífinu, er breytt viðhorf til lífsins eða vinnu. „Ég viðurkenni fúslega að ég er af þeirri kynslóð að vilja njóta lífsins í botn og heillast því að öllu sem tengist störfum almennt sem gerir mér kleift að njóta lífsins enn betur,“ segir Gyða og brosir. „En við skiptum ekki út mannshöndinni fyrir gervigreind, gervigreindin hjálpar manneskjunni við sín störf, svo starfsánægjan verði meiri og við afkastað meira á styttri tíma.“ Sem dæmi um það sem gervigreindin getur lagt á borð fyrir fólk er til dæmis að koma með hugmyndir, reikna forvinnu, leggja til lausnirog svo framvegis. „Gervigreind getur til dæmis flýtt mjög fyrir í ráðningaferlinu með því að skanna ferilskrár og umsóknir og sigta út. Þannig að tími ráðningaraðilans fari frekar í mat á innihaldinu,“ nefnir Gyða. Ákvörðunarvaldið um ráðninguna er hins vegar áfram hjá mannfólkinu, sem almennt þarf líka að fylgjast með öllu sem gervigreindin sér um og grípa inn í ef aðstæður kalla á það. „Sumir óttast það kannski að með aukinni sjálfvirknivæðingu og gervigreind, séum við að missa út mannleg samskipti og tæknin að taka yfir,“ segir Gyða og bætir við: Og við eigum ekkert að gera lítið úr þessum ótta. Þessi mál geta alveg verið viðkvæm þegar verið er að ræða þau. Og þess vegna er mikilvægt að hafa það skýrt að tilgangur gervigreindar er ekki að leggja störf eitt og sér, heldur er áhersla á að skapa virðisaukandi störf,“ segir Gyða og bætir við: „Þar að auki getur gervigreindin hjálpað til við hagræðingar með þeim hætti að nýta gervigreind eða auka sjálfvirknivæðingu í áskorunum í rekstrarumhverfinu, án þess að þurfa fjölga störfum í takt við til dæmis fjölgun farþega í tilfelli Isavia svo dæmi sé nefnt.“ Gyða situr í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og segist afar spennt fyrir viðburðinum á föstudaginn. Enda sé Mannauðsdagurinn sá vettvangur þar sem fólk úr ólíkum greinum atvinnulífsins kemur saman til að hlusta á, læra og ræða saman um allt það helsta í mannauðsmálunum. Í fyrra sóttu viðburðinn 800 manns og þá var uppselt. „Allt sem snýr að sjálfvirknivæðingu og gervigreind er mikið í umræðunni þessi misserin og mér finnst ofboðslega gefandi á Mannauðsdaginn að þar sé samankominn hópur af stjórnendum og mannauðsfólki úr öllum greinum atvinnulífsins. Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin er meðal þeirra málaflokka sem eru í brennidepli hjá mannauðsfólki. En hér má minna á að góðir stjórnendur treysta sínu starfsfólki þótt þeir séu með puttann á púlsinum. Það sama gildir um hvernig við munum nýta gervigreindina. Við munum halda áfram að vakta hana og þá getum við betur verið viss um að við séum að nýta hana rétt.“ Tækni Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Gyða segir eðlilegt að fyrstu viðbrögð hjá fólki við umræðu um gervigreind sé ótti. Ekki síst vegna þess að margir velta fyrir sér: Mun gervigreindin útrýma starfinu mínu? „Vissulega er gervigreindin hættuleg líka og við eigum ekkert endilega að taka við öllu sem frá henni kemur skoðunarlaust. En gervigreindin er sköpuð af okkur mannfólkinu og nú bíður það okkar næstu misserin að beisla hana og stýra. Það verður áfram okkar hlutverk,“ segir Gyða sem þó sér fleiri tækifæri og alls kyns jákvæða þróun geta skapast þegar gervigreind verður í meira mæli notuð í atvinnulífinu. Mannauðsdagurinn 2023 verður haldinn á föstudaginn en þetta er stærsti árlegi viðburður stjórnunar og mannauðsmála á Íslandi. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um nýjar áherslur og framtíðina þessum málum tengdum. Að skapa skemmtilegri störf Gyða hefur starfað í mannauðsmálum í nokkur ár en starfar í dag hjá stafrænni þróun Isavia sem tilheyrir sviði Upplýsingatækni og stafrænnar þróunar. „Það gerir starfið einmitt svo skemmtilegt því í mannauðsmálunum eru það einmitt mannlegu þættirnir sem við erum alltaf að hugsa um og það sem er svo mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um gervigreind að það eru einmitt þessir mannlegu þættir sem gervigreindin ræður ekki við,“ segir Gyða, sem sjálf telur mikilvægt að talað sé meira fyrir því hvaða skemmtilegu tækifæri geta skapast með því að innleiða og nýta betur tæknina. Að mati Gyðu verða til tækifæri með aukinni sjálfvirknivæðingu og gervigreind eins og að: Skapa fleiri skemmtilegri störf og þar með meiri starfsánægju Að sinna enn betur verkefnum sem krefjast mikillar nákvæmni og lágmarka mistök Að spara mikinn tíma sem hægt er að nýta í annað, og þar með kostnað Svigrúm skapast til að einbeita okkur betur að því að vera mannlegri á öðrum sviðum Sem sagt: Meiri starfsánægja, minni tími, færri mistök og auknar tekjur og nú gætu margir hugsað: Er þetta ekki bara „no-brainer?““ spyr Gyða en bendir jafnframt á að enn sé margt óunnið. Til dæmis eigi það hlutverk okkar eftir að þróast betur með hvaða hætti mannfólkið vaktar gervigreindina. Ekki aðeins til að varast hættur eða mistök, heldur líka til þess að passa að gervigreindin fari ekki yfir einhver siðferðisleg mörk sem tæknin sem slík, ræður ekki við að meta. „Fyrir mér eru nokkrir hlutir sem við þurfum að hafa í huga svo þessi tækni nýtist okkur rétt, og við getum virkilega haldið áfram á ferð og flugi að njóta þess að sinna skemmtilegum störfum.“ Hjá Isavia getur gervigreindin til dæmis hjálpað við það að taka á móti fleiri farþegum án þess að fjölga störfum segir Gyða. Þannig geti gervigreindin hjálpað mikið til við að hagræða.Vísir/Vilhelm Yngri kynslóðir vilja njóta lífsins í botn Ein af stærri áskorunum atvinnulífsins um allan heim eru þau kynslóðaskipti sem eru að verða á vinnustöðum. Þar er oftar en ekki vísað til þess að Z-kynslóðin, sem þó er ekki enn komin á vinnumarkaðinn nema að mjög litlum hluta, enda kynslóð sem fædd er tímabilið 1995-2012. Eitt af því sem þó einkennir almennt þær áherslubreytingar sem eru að innleiðast með yngri stjórnendum og mannauði í atvinnulífinu, er breytt viðhorf til lífsins eða vinnu. „Ég viðurkenni fúslega að ég er af þeirri kynslóð að vilja njóta lífsins í botn og heillast því að öllu sem tengist störfum almennt sem gerir mér kleift að njóta lífsins enn betur,“ segir Gyða og brosir. „En við skiptum ekki út mannshöndinni fyrir gervigreind, gervigreindin hjálpar manneskjunni við sín störf, svo starfsánægjan verði meiri og við afkastað meira á styttri tíma.“ Sem dæmi um það sem gervigreindin getur lagt á borð fyrir fólk er til dæmis að koma með hugmyndir, reikna forvinnu, leggja til lausnirog svo framvegis. „Gervigreind getur til dæmis flýtt mjög fyrir í ráðningaferlinu með því að skanna ferilskrár og umsóknir og sigta út. Þannig að tími ráðningaraðilans fari frekar í mat á innihaldinu,“ nefnir Gyða. Ákvörðunarvaldið um ráðninguna er hins vegar áfram hjá mannfólkinu, sem almennt þarf líka að fylgjast með öllu sem gervigreindin sér um og grípa inn í ef aðstæður kalla á það. „Sumir óttast það kannski að með aukinni sjálfvirknivæðingu og gervigreind, séum við að missa út mannleg samskipti og tæknin að taka yfir,“ segir Gyða og bætir við: Og við eigum ekkert að gera lítið úr þessum ótta. Þessi mál geta alveg verið viðkvæm þegar verið er að ræða þau. Og þess vegna er mikilvægt að hafa það skýrt að tilgangur gervigreindar er ekki að leggja störf eitt og sér, heldur er áhersla á að skapa virðisaukandi störf,“ segir Gyða og bætir við: „Þar að auki getur gervigreindin hjálpað til við hagræðingar með þeim hætti að nýta gervigreind eða auka sjálfvirknivæðingu í áskorunum í rekstrarumhverfinu, án þess að þurfa fjölga störfum í takt við til dæmis fjölgun farþega í tilfelli Isavia svo dæmi sé nefnt.“ Gyða situr í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og segist afar spennt fyrir viðburðinum á föstudaginn. Enda sé Mannauðsdagurinn sá vettvangur þar sem fólk úr ólíkum greinum atvinnulífsins kemur saman til að hlusta á, læra og ræða saman um allt það helsta í mannauðsmálunum. Í fyrra sóttu viðburðinn 800 manns og þá var uppselt. „Allt sem snýr að sjálfvirknivæðingu og gervigreind er mikið í umræðunni þessi misserin og mér finnst ofboðslega gefandi á Mannauðsdaginn að þar sé samankominn hópur af stjórnendum og mannauðsfólki úr öllum greinum atvinnulífsins. Sjálfvirknivæðingin og gervigreindin er meðal þeirra málaflokka sem eru í brennidepli hjá mannauðsfólki. En hér má minna á að góðir stjórnendur treysta sínu starfsfólki þótt þeir séu með puttann á púlsinum. Það sama gildir um hvernig við munum nýta gervigreindina. Við munum halda áfram að vakta hana og þá getum við betur verið viss um að við séum að nýta hana rétt.“
Tækni Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00 Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00 Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Hvorki laun né kjarasamningar hjá stafrænu vinnuafli Það eru hvorki laun né kjarasamningar sem þarf að huga að hjá stafrænu vinnuafli. Því já, þið lásuð rétt: Stafrænt vinnuafl er orðið að veruleika. 6. september 2022 07:00
Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til. 25. maí 2022 08:00
Sjálfvirknivæðingin: Mælir með því að starfsfólk sé með í ráðum Fyrirtæki þurfa að undirbúa starfsfólk undir breytta tíma því hraðinn í sjálfvirknivæðingu er meiri en nokkru sinni. Erlendis hefur verið farin sú leið að auka á þekkingu starfsmanna á stafrænni þróun með skapandi hætti. 5. febrúar 2020 13:00
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00