Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 13:44 Pamela Anderson var áberandi á tískuvikunni í París á sýningum hjá hátískuhönnuðum á borð við Vivienne Westwood og ákvað að sleppa förðuninni alfarið. Arnold Jerocki/Getty Images Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu. Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu.
Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira