Spennandi nýjungar hjá Sumac Sumac 2. október 2023 09:01 Nýi matseðillinn hjá Sumac inniheldur marga nýja rétti auk eldri rétta í nýjum búningi. Sumac býður einnig upp á nýjan og spennandi vínseðil þessa dagana. Veitingastaðurinn Sumac við Laugaveg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja og spennandi mat- og vínseðla. Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins frá því hann opnaði árið 2017 og víst að fjölmargir reglulegir og nýir viðskiptavinir eru spenntir yfir því sjá útkomuna. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Breytingarnar á vínseðlinum snúa mest að því að við erum auka úrvalið og innleiða fleiri merkingar á seðilinn,“ segir Oddný Ingólfsdóttir, veitingastjóri og vínþjónn hússins. Oddný Ingólfsdóttir er veitingastjóri og vínþjónn hússins. „Okkur langaði að gera listann auðlæsilegri svo við ákváðum að bæta við upplýsingum sem fólk getur stutt sig við þegar það fær seðilinn í hendurnar. Nú bjóðum við upp á enn fleiri úrvalsvín frá Líbanon auk þess sem við höfum bætt við Bordeaux vínum. Ég get fullyrt að Sumac býður upp á vín sem fást hvergi annars staðar á landinu. Vinsælasta vínið okkar er Chateau Musar frá Líbanon en við bjóðum upp á fjóra úrvals árganga, 1997, 1998, 2000 og 2016 sem allir eru á fínu verði hjá okkur. Þetta eru heimsklassa vín.“ Í næstu viku mun Sumac einnig kynna til sögunnar nýjan kokteilalista þar sem nokkrir nýir og spennandi kokteilar munu bætast í hópinn. „Barþjóninn Leó Snæfeld Pálsson stjórnar kokteilbarnum að stakri snilld enda barþjónn á heimsklassa sem er alltaf með puttann á púlsinum. Hann var m.a. valinn besti barþjónn Íslands í barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Í sömu keppni var kokteillinn okkar Funiks valinn besti „signature“ kokteilinn á Ísland en hann, og Sumac kokteillinn okkar, hafa báðir verið mjög vinsælir undanfarin ár.“ Nýir og bragðgóðir réttir Nýi matseðillinn á Sumac samanstendur af nýjum réttum, endurbættum eldri réttum og svo nokkrum klassískum réttum sem hafa verið á matseðlinum undanfarin ár og njóta mikilla vinsælda að sögn Þráins Freys Vigfússonar matreiðslumeistara og eiganda Sumac. „Eins og áður erum við undir áhrifum frá Norður Afríku og Líbanon og bjóðum upp á gott úrval af grænmetis-, fiski- og kjötréttum. Meðal nýjunga má nefna nýja og spennandi ídýfu með flatbrauðinu og rauðrófusnakk sem kemur mjög sterkt inn og hefur fengið góð viðbrögð. Einnig bjóðum við upp á brasseraða geit frá Háafelli en geitin er sérlega vinsæll haustréttur.“ Meðal annarra nýrra rétta nefnir Þráinn grillaðan steinbít á beini sem er mjög skemmtilegur réttur og nauta ribeye á spjóti sem er kryddað með papriku marmelaði. „Svo erum við aðeins að leika okkur með íslensku rófuna en allt í allt erum við að bjóða upp á tíu nýja rétti á matseðlinum. Sjö rétta matseðillinn okkar nýtur einnig alltaf mikilla vinsælda en hann breytist á hverjum degi eftir lagerstöðu og stemningu. Þar fá gestir oft að smakka á nýjum réttum sem eru eftir að fara inn á hefðbundna matseðilinn okkar. Nánari upplýsingar á sumac.is. Matur Veitingastaðir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Breytingarnar á vínseðlinum snúa mest að því að við erum auka úrvalið og innleiða fleiri merkingar á seðilinn,“ segir Oddný Ingólfsdóttir, veitingastjóri og vínþjónn hússins. Oddný Ingólfsdóttir er veitingastjóri og vínþjónn hússins. „Okkur langaði að gera listann auðlæsilegri svo við ákváðum að bæta við upplýsingum sem fólk getur stutt sig við þegar það fær seðilinn í hendurnar. Nú bjóðum við upp á enn fleiri úrvalsvín frá Líbanon auk þess sem við höfum bætt við Bordeaux vínum. Ég get fullyrt að Sumac býður upp á vín sem fást hvergi annars staðar á landinu. Vinsælasta vínið okkar er Chateau Musar frá Líbanon en við bjóðum upp á fjóra úrvals árganga, 1997, 1998, 2000 og 2016 sem allir eru á fínu verði hjá okkur. Þetta eru heimsklassa vín.“ Í næstu viku mun Sumac einnig kynna til sögunnar nýjan kokteilalista þar sem nokkrir nýir og spennandi kokteilar munu bætast í hópinn. „Barþjóninn Leó Snæfeld Pálsson stjórnar kokteilbarnum að stakri snilld enda barþjónn á heimsklassa sem er alltaf með puttann á púlsinum. Hann var m.a. valinn besti barþjónn Íslands í barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Í sömu keppni var kokteillinn okkar Funiks valinn besti „signature“ kokteilinn á Ísland en hann, og Sumac kokteillinn okkar, hafa báðir verið mjög vinsælir undanfarin ár.“ Nýir og bragðgóðir réttir Nýi matseðillinn á Sumac samanstendur af nýjum réttum, endurbættum eldri réttum og svo nokkrum klassískum réttum sem hafa verið á matseðlinum undanfarin ár og njóta mikilla vinsælda að sögn Þráins Freys Vigfússonar matreiðslumeistara og eiganda Sumac. „Eins og áður erum við undir áhrifum frá Norður Afríku og Líbanon og bjóðum upp á gott úrval af grænmetis-, fiski- og kjötréttum. Meðal nýjunga má nefna nýja og spennandi ídýfu með flatbrauðinu og rauðrófusnakk sem kemur mjög sterkt inn og hefur fengið góð viðbrögð. Einnig bjóðum við upp á brasseraða geit frá Háafelli en geitin er sérlega vinsæll haustréttur.“ Meðal annarra nýrra rétta nefnir Þráinn grillaðan steinbít á beini sem er mjög skemmtilegur réttur og nauta ribeye á spjóti sem er kryddað með papriku marmelaði. „Svo erum við aðeins að leika okkur með íslensku rófuna en allt í allt erum við að bjóða upp á tíu nýja rétti á matseðlinum. Sjö rétta matseðillinn okkar nýtur einnig alltaf mikilla vinsælda en hann breytist á hverjum degi eftir lagerstöðu og stemningu. Þar fá gestir oft að smakka á nýjum réttum sem eru eftir að fara inn á hefðbundna matseðilinn okkar. Nánari upplýsingar á sumac.is.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira