Innherji

Félagið Icelandic Water endur­greiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock

Hörður Ægisson skrifar
Svínn Johan Dennelind, sem er í forsvari fyrir félagið Iceland Star Property sem hefur eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings, og Jón Ólafsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins. Fjárhagur félagsins var endurskipulagður í sumar með skuldbreytingu á kröfum í hlutafé og auknu fjármagni sem kom frá nýjum fjárfesti.
Svínn Johan Dennelind, sem er í forsvari fyrir félagið Iceland Star Property sem hefur eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings, og Jón Ólafsson, fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins. Fjárhagur félagsins var endurskipulagður í sumar með skuldbreytingu á kröfum í hlutafé og auknu fjármagni sem kom frá nýjum fjárfesti.

Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.


Tengdar fréttir

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×