Nýsleginn formaður situr fyrir svörum Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 17:01 Gísli Snær situr fyrir svörum í Norræna húsinu á morgun. Kvikmyndamiðstöð Íslands/Vísir/Vilhelm Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu. Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira