Þegar vonin dofnar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 30. september 2023 14:00 Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar hefur sýnt að atvinnuþátttaka fólks frá Venesúela sem fengið hefur landvistarleyfi hérlendis er marktækt hærri en meðal Íslendinga. Við sem þjóð þurfum á góðu fólki að halda til að manna störf og auðga mannlífið. Það hefur verið mér sönn ánægja að hafa haft kynni við fólk frá Venesúela gegnum atvinnu sem og í daglegu lífi í frítímanum. Sjálf fæ ég aðstoð með þrif og eldamennsku á heimilinu frá yndislegri og hámenntaðri stúlku frá Venesúela. Hún er lærður kokkur og hefur kennt mér ýmislegt þegar kemur að matreiðslu. Staðan er nefnilega sú að aðkomufólk frá Venesúela hefur oft á tíðum fjölbreyttan og sterkan menntunarbakgrunn og starfsreynslu og gengur auðveldlega í ólík störf, sérstaklega þegar það hefur náð tökum á íslenskunni. Ég hef eignast marga góða vini frá Venesúela og því var það mér áfall að sjá að íslensk stjórnvöld munu líklega brottvísa fjölda þessa fólks frá Íslandi og hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við það samkvæmt viðtali við dómsmálaráðherra. Frá árinu 2014 hafa um sjö milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið heimili sín sökum ógnarstjórnun og verðbólgu en einnig vegna þess að landið er að mörgu leyti í molum. Margir búa ekki við fæðuöryggi sökum lakra launakjara, skortur er á lyfjum og heilbrigðisþjónusta er ekki aðgengileg fólkinu með sama hætti og áður fyrr. Næstkomandi miðvikudag, 4.október, klukkan 10, verður sýnd samstaða í þögn fyrir utan Hallgrímskirkju til stuðnings fólks frá Venesúela á Íslandi! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar