Verum bleik – fyrir okkur öll! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun