Var í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. október 2023 07:00 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hefur átt viðburðaríka ævi og lengi verið áberandi í íslensku samfélagi. Hann ferðast gjarnan um á mótorhjóli, iðkar jóga af miklum krafti og á einnig heimili á Ítalíu sem hann er duglegur að heimsækja ásamt því að ferðast reglulega víða um heiminn. Villi er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Frábær lífsreynsla Ítalía hefur spilað stórt hlutverk í lífi Villa í um tuttugu ár og segir hann þá tengingu sannarlega hafa mótað sig og sinn stíl. Ævintýrin byrjuðu snemma hjá honum en hann fór í eftirminnilegt ferðalag fyrir um fjörutíu árum síðan. „Ég hef verið tólf ára gamall þegar ég var í sex vikur í Austur-Berlín í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista. Það var auðvitað, eins og svo margt annað, frábær lífsreynsla og það er mjög gaman að hafa komið þangað á þeim tíma, áður en múrinn féll, og fá að upplifa það að versla í dollarabúðum og í raun og veru sjá þær aðstæður sem fólk bjó við á þessum tíma.“ Reynir að láta allt verka sér til góðs Hann segir líf sitt að sjálfsögðu hafa verið alls konar, bæði upp og niður. „Það hafa mest megnis gerst góðir hlutir en auðvitað líka hlutir sem maður myndi vilja hafa öðruvísi. En allt einhvern veginn reynir maður að láta þetta verka sér til góðs. Ég held að bæði góðu tímarnir og eins erfiðleikarnir hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ Aðspurður hvort hann gæti gefið fjórtán ára sér einhver góð ráð svarar Villi: „Ég er ekki viss um að ég sé til þess umkominn að gefa það. Af því þegar ég horfi á nýja kynslóð, þegar ég horfi á Önnu Maríu dóttur mína og Villa son minn og þær ákvarðanir sem þau eru að taka ekki eldri en þau eru, nítján ára og þrettán ára, þá finnst mér þau bara vera á algjörlega réttri leið í lífinu og ég sé enga ástæðu til að vera að skipta mér að því.“ Allt breyttist við það að eignast börn Það kemur sterkt fram í viðtalinu að Villi lætur álit annarra ekki setja sig út af laginu og hefur í gegnum tíðina verið ónæmur fyrir umtali. Það eina sem hefur breyst hvað það varðar sé tilvist barnanna sinna. „Þau auðvitað fylgjast með og lesa hluti. Hvað mig sjálfan varðar þá breytir þetta engu. Ég hef auðvitað lent í því eins og aðrir sem eiga börn að þau hafa séð og lesið eitthvað sem þau hafa raunverulega verið að velta fyrir sér hvort væri rétt. Þar sem það er ekkert sem skiptir mig meira máli í lífinu heldur en Anna María og Villi þá auðvitað getur það haft áhrif.“ Hann segir að lífið hafi breyst á alla vegu við það að verða faðir. „Ég er auðvitað sjálfhverfur og pínulítill egóisti eins og flestir og það er einhvern veginn bara þannig að maður fór að horfa allt öðrum augum á lífið. Þessi persóna sem maður var áður sem var alltaf í fyrsta sæti og jafnvel öðru og þriðja líka var bara komin niður í tíunda sætið. Af því að velferð þeirra og það hvernig börnunum manns líður einfaldlega bara skiptir mig öllu máli. Og það myndi engu breyta hversu vel gengur hjá mér, hvort heldur sem í vinnunni eða í einkalífi, ef að krakkarnir mínir eru ekki glaðir þá er ég það ekki heldur. Það er bara staðreynd.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Villi er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Frábær lífsreynsla Ítalía hefur spilað stórt hlutverk í lífi Villa í um tuttugu ár og segir hann þá tengingu sannarlega hafa mótað sig og sinn stíl. Ævintýrin byrjuðu snemma hjá honum en hann fór í eftirminnilegt ferðalag fyrir um fjörutíu árum síðan. „Ég hef verið tólf ára gamall þegar ég var í sex vikur í Austur-Berlín í uppeldisbúðum fyrir ungkommúnista. Það var auðvitað, eins og svo margt annað, frábær lífsreynsla og það er mjög gaman að hafa komið þangað á þeim tíma, áður en múrinn féll, og fá að upplifa það að versla í dollarabúðum og í raun og veru sjá þær aðstæður sem fólk bjó við á þessum tíma.“ Reynir að láta allt verka sér til góðs Hann segir líf sitt að sjálfsögðu hafa verið alls konar, bæði upp og niður. „Það hafa mest megnis gerst góðir hlutir en auðvitað líka hlutir sem maður myndi vilja hafa öðruvísi. En allt einhvern veginn reynir maður að láta þetta verka sér til góðs. Ég held að bæði góðu tímarnir og eins erfiðleikarnir hafi gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ Aðspurður hvort hann gæti gefið fjórtán ára sér einhver góð ráð svarar Villi: „Ég er ekki viss um að ég sé til þess umkominn að gefa það. Af því þegar ég horfi á nýja kynslóð, þegar ég horfi á Önnu Maríu dóttur mína og Villa son minn og þær ákvarðanir sem þau eru að taka ekki eldri en þau eru, nítján ára og þrettán ára, þá finnst mér þau bara vera á algjörlega réttri leið í lífinu og ég sé enga ástæðu til að vera að skipta mér að því.“ Allt breyttist við það að eignast börn Það kemur sterkt fram í viðtalinu að Villi lætur álit annarra ekki setja sig út af laginu og hefur í gegnum tíðina verið ónæmur fyrir umtali. Það eina sem hefur breyst hvað það varðar sé tilvist barnanna sinna. „Þau auðvitað fylgjast með og lesa hluti. Hvað mig sjálfan varðar þá breytir þetta engu. Ég hef auðvitað lent í því eins og aðrir sem eiga börn að þau hafa séð og lesið eitthvað sem þau hafa raunverulega verið að velta fyrir sér hvort væri rétt. Þar sem það er ekkert sem skiptir mig meira máli í lífinu heldur en Anna María og Villi þá auðvitað getur það haft áhrif.“ Hann segir að lífið hafi breyst á alla vegu við það að verða faðir. „Ég er auðvitað sjálfhverfur og pínulítill egóisti eins og flestir og það er einhvern veginn bara þannig að maður fór að horfa allt öðrum augum á lífið. Þessi persóna sem maður var áður sem var alltaf í fyrsta sæti og jafnvel öðru og þriðja líka var bara komin niður í tíunda sætið. Af því að velferð þeirra og það hvernig börnunum manns líður einfaldlega bara skiptir mig öllu máli. Og það myndi engu breyta hversu vel gengur hjá mér, hvort heldur sem í vinnunni eða í einkalífi, ef að krakkarnir mínir eru ekki glaðir þá er ég það ekki heldur. Það er bara staðreynd.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00