Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent Icewear 27. september 2023 13:03 Fyrsta sérverslun Icewear með garn var opnuð fyrr á árinu í Fákafeni 9. Nýjung í vefverslun icewear.is fær frábær viðbrögð. Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum. „Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún. Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
„Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún.
Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira