Ný sería af Tork gaurnum hefst í dag: „Gaman að þykjast vera bankastjóri“ Boði Logason skrifar 27. september 2023 07:01 James Einar er Tork gaurinn á Vísi. Í nýjustu seríunni, sem frumsýnd er á Vísi í dag, prófar hann Volkswagen Amarok. Tork gaurinn Ný sería af Tork gaurnum hefst á Vísi í dag en um er að ræða þriðju seríuna af þessum skemmtilegu bílaþáttum. Í þáttunum prófar James Einar Becker, betur þekktur sem Tork gaurinn, alls kyns bíla og lýsir fyrir áhorfendum kostum og göllum. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan: Klippa: Tork gaur - Volkswagen Amarok „Nýja serían leggst virkilega vel í mig, ég er búinn að hafa góðan tíma til að vinna að henni á skemmtilegasta árstímanum,“ segir James Einar en tökur fóru fram í sumar. Hann hafi fengið meiri tíma með hverjum bíl fyrir sig og náð að kynnast þeim betur. „Sérstaklega í ljósi þess að ég sé um að mynda allt efnið sjálfur og svo klippa í framhaldinu. Þá er þetta aðeins meira en bara að mynda sér skoðun, blaðra og fara svo heim.“ Of mikill frítími og elskar spegilmynd sína Í nýju seríunni segist hann prófa jeppa mun meira en í hinum tveimur. „Ég er búinn að vera að vesenast mikið uppi á hálendi í sumar. Mig langaði að prófa þessa jeppa almennilega, ekki bara nota þá í skutla börnunum á fótboltaæfingu eins og oft vill verða.“ James Einar er mikill húmoristi og tengist áhorfendum einkar vel í þáttunum sínum.Tork Gaurinn Aðspurður hverju áhorfendur eigi von á segir hann: „Þeir eiga von á manni með of mikinn frítíma sem er aðeins of hrifinn spegilmyndinni af sjálfum sér. Það leynir sér ekki æsingurinn í Tork Gaurnum þegar hann geltir í myndavélina hestafla-tölum og öðrum misáhugaverðum staðreyndum,“ segir hann og skellir upp úr. Sér andlit á öllum bílum James Einar hefur óbilandi áhuga á bílum og finnst hann heppinn að fá tækifæri til að reynsluaka öllum tegundum af bílum. „Oft á tíðum eru bílar tákn um stöðu í samfélaginu og finnst mér gaman að þykjast vera bankastjórinn á nýja Land Rover-num, gröfumaðurinn á Ford-inum eða umhverfissinninn á nýjasta rafmagnsbílnum.“ „Svo tengist ég líka bílum með það hvernig þeir líta út. Ég þjáist af „face pareidolia“ þar sem ég sé andlit í allskonar hlutum. Ég sem sagt sé andlit á öllum bílum. Til dæmis þá lítur nýi Audi Q8 grimmilega út. Eins og hann muni bíta þig. Á meðan að nýja Honda e:Ny1 lítur út fyrir að vera vingjarnlegur og stilltur,“ segir James að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þáttinn í Sjónvarpi Vísis ásamt öllum hinum þáttunum í fyrstu tveimur seríunum af Tork gaurnum. Tork gaur Bílar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Í þáttunum prófar James Einar Becker, betur þekktur sem Tork gaurinn, alls kyns bíla og lýsir fyrir áhorfendum kostum og göllum. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan: Klippa: Tork gaur - Volkswagen Amarok „Nýja serían leggst virkilega vel í mig, ég er búinn að hafa góðan tíma til að vinna að henni á skemmtilegasta árstímanum,“ segir James Einar en tökur fóru fram í sumar. Hann hafi fengið meiri tíma með hverjum bíl fyrir sig og náð að kynnast þeim betur. „Sérstaklega í ljósi þess að ég sé um að mynda allt efnið sjálfur og svo klippa í framhaldinu. Þá er þetta aðeins meira en bara að mynda sér skoðun, blaðra og fara svo heim.“ Of mikill frítími og elskar spegilmynd sína Í nýju seríunni segist hann prófa jeppa mun meira en í hinum tveimur. „Ég er búinn að vera að vesenast mikið uppi á hálendi í sumar. Mig langaði að prófa þessa jeppa almennilega, ekki bara nota þá í skutla börnunum á fótboltaæfingu eins og oft vill verða.“ James Einar er mikill húmoristi og tengist áhorfendum einkar vel í þáttunum sínum.Tork Gaurinn Aðspurður hverju áhorfendur eigi von á segir hann: „Þeir eiga von á manni með of mikinn frítíma sem er aðeins of hrifinn spegilmyndinni af sjálfum sér. Það leynir sér ekki æsingurinn í Tork Gaurnum þegar hann geltir í myndavélina hestafla-tölum og öðrum misáhugaverðum staðreyndum,“ segir hann og skellir upp úr. Sér andlit á öllum bílum James Einar hefur óbilandi áhuga á bílum og finnst hann heppinn að fá tækifæri til að reynsluaka öllum tegundum af bílum. „Oft á tíðum eru bílar tákn um stöðu í samfélaginu og finnst mér gaman að þykjast vera bankastjórinn á nýja Land Rover-num, gröfumaðurinn á Ford-inum eða umhverfissinninn á nýjasta rafmagnsbílnum.“ „Svo tengist ég líka bílum með það hvernig þeir líta út. Ég þjáist af „face pareidolia“ þar sem ég sé andlit í allskonar hlutum. Ég sem sagt sé andlit á öllum bílum. Til dæmis þá lítur nýi Audi Q8 grimmilega út. Eins og hann muni bíta þig. Á meðan að nýja Honda e:Ny1 lítur út fyrir að vera vingjarnlegur og stilltur,“ segir James að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þáttinn í Sjónvarpi Vísis ásamt öllum hinum þáttunum í fyrstu tveimur seríunum af Tork gaurnum.
Tork gaur Bílar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent