Ópera - framtíðin er björt! Andri Björn Róbertsson skrifar 26. september 2023 08:32 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um stöðu og framtíð óperulistformsins á Íslandi. M.a. var birt þann 13. september sl. skoðanagrein á Vísi eftir Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur þar sem hún var þungt hugsi yfir framtíð óperu á Íslandi. Um leið og ég fagna allri umræðu um framtíð óperu og áhuga á listforminu þá langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Í umræðunni hefur stundum verið vísað til þeirra sem hafa haldið uppi gagnrýni á Íslensku óperuna (ÍÓ) sem nokkurra óánægðra einsöngvara og jafnvel með viðbótinni - sem fá bara ekkert að syngja. Þessu hefur m.a. verið haldið fram á opinberum vettvangi af Pétri J. Eiríkssyni, stjórnarformanni ÍÓ. Klassís er Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi og eru félagsmenn 132 talsins. Gagnrýni félagsins á ÍÓ hefur notið stuðnings mikils meirihluta félagsmanna og kemur því frá afar breiðum hópi söngvara. En gagnrýni á ÍÓ síðustu árin einskorðast ekki við Klassís. Sex önnur fag- og stéttarfélög hafa auk þess kvartað til ráðuneytisins vegna ÍÓ. Þá hafa breytingar sem gerðar voru á samþykktum ÍÓ varðandi Vinafélag ÍÓ verið gagnrýndar. Ýmsir einstaklingar hafa gagnrýnt núverandi stjórn ÍÓ opinberlega og finna má slíka gagnrýni allt til ársins 2015 og hefur hún verið sett fram án allrar aðkomu Klassís, enda var félagið ekki stofnað fyrr en árið 2018. Margir voru t.a.m. ósáttir við hvernig staðið var að skipun núverandi óperustjóra og í fersku minni er hávær gagnrýni stórs hóps á uppfærslu ÍÓ á Madam Butterfly vegna hugsanlegs menningarnáms. Þar á meðal var ein fremsta jazzsöngkona landsins, Laufey Lin og Laura Liu fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er því með öllu rangt að gagnrýni á ÍÓ byggist á skoðunum fámenns hóps óánægðra söngvara. Hér verður að halda því til haga að gagnrýni á ÍÓ er eitt og stofnun þjóðaróperu er annað. Það má segja að það sé krafa listasamfélagsins alls að stofnuð verði þjóðarópera. Sú staðreynd að á sama tíma hafi ÍÓ verið gagnrýnd er ekki til marks um beint orsakasamhengi. Hins vegar hafa gagnrýniverðir stjórnarhættir núverandi stjórnenda ÍÓ leitt enn frekar í ljós þá vankanta sem eru á núverandi fyrirkomulagi og með þeim hætti stutt við kröfuna um breytingar. Nokkur umræða hefur verið um dómsmál þar sem söngvari leitaði réttar síns gegn ÍÓ og hafði sigur í Landsrétti. Full ástæða er til að halda á lofti þessum dómi þar sem fáir dómar hafa verið jafn fordæmisgefandi í réttindabaráttu listafólks á Íslandi. Því hefur þó verið haldið fram af einstaka aðilum tengdum ÍÓ, þar á meðal Sigurlaugu í áðurnefndri grein, að málið hafi ekki verið borðleggjandi því ÍÓ hafi borið sigur í Héraðsdómi en svo tapað í Landsrétti og staðan því 1-1 eins og um umspilsleiki í knattspyrnu væri að ræða. Dómskerfið á Íslandi virkar ekki svona. Það virkar þannig að æðra dómstig getur snúið við dómi á lægra dómstigi. Ástæða þess að málið vannst ekki í Héraðsdómi var að málflutningur ÍÓ var á þann veg að véfengja söngvarann og þau gögn sem hann lagði fram m.a. varðandi æfingatíma og yfirvinnu. Sagt var að upplýsingar söngvarans væru ekki réttar og að yfirvinna hefði ekki átt sér stað. Þetta var vörn ÍÓ fyrir dómi þrátt fyrir að ÍÓ hefði fulla vitneskju um yfirvinnu og æfingatíma allra söngvara sýningarinnar. Út frá þessu leiddi lögfræðingur ÍÓ rök að því að söngvarinn hefði ekki verið með greiðslur undir kjarasamningi og því kom kjarasamningurinn ekki til álita í Héraðsdómi. Það má vel halda því fram að þetta hafi verið gott bragð af hálfu ÍÓ, enda markmið þeirra að vinna málið með öllum ráðum. En áfrýjunarleyfi var veitt og þessi villandi framsetning afhjúpuð í Landsrétti. Þannig að Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms þar sem hann var rangur. ÍÓ tapaði því málinu og varð uppvís að broti á kjarasamningum. Það er borðleggjandi. Sigurlaug heldur því fram að gagnrýni á störf ÍÓ hafi hafist með áðurnefndu dómsmáli. Það er einfaldlega ekki rétt. Frá því að Klassís var stofnað árið 2018, hefur félagið leitast við að veita stjórn ÍÓ aðhald með málefnalegri gagnrýni í því skyni að styrkja stöðu söngvara. Klassís hefur alltaf staðið þétt við bak félagsmanna sinna og unnið að þeirra hagsmunum með öllum mögulegum lýðræðislegum leiðum. Í þeim undirbúningi sem hefur átt sér stað fyrir stofnun þjóðaróperu hefur félagið því alltaf barist fyrir því að til verði föst stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kór. En það er misjafnt með hvaða hætti stjórnir stofnana og fyrirtækja mæta gagnrýni. Sumar láta gera stjórnsýsluúttektir eða úttektir á samfélagslegum áhættuþáttum, en aðrar taka ekki ábyrgð, lýsa sig ósammála dómsúrskurðum, einangra sig, fara í stöðu fórnarlambs og reyna að gera lítið úr þeim sem gagnrýna með öllum tiltækum ráðum. Undanfarinn áratug hafa orðið grundvallarbreytingar á afstöðu listafólks gagnvart stjórnendum. Listafólk hefur risið upp gegn hvers konar valdaójafnvægi sem tíðkast hefur í listaheiminum. Ungt fólk í dag lætur ekki bjóða sér sömu einvaldstilburði og tíðkuðust áður fyrr og er nýjasta dæmið um það líklega yfirgangur stjórnandans John Eliot Gardiner gagnvart söngvurum sínum. Stjórnendum ber að hlusta og bæta sig. Íslenska óperan er ríkisstyrkt sjálfseignarstofnun. Hún á sig sjálf og lítur afar takmörkuðu eftirliti ríkisins, sem í tilfelli stofnunarinnar hefur ekki reynst farsælt. ÍÓ ber ekki skylda til að fara eftir stjórnsýslulögum en færa mætti sterk rök fyrir því að siðferðislega ætti hún að gera það. Hjá Íslensku óperunni eru engar fastar stöður fyrir söngvara, kórinn er verkefnaráðinn og aðstaða fyrir söngvara er engin. Í grein Sigurlaugar leggur hún áherslu á mikilvægi þess að sýndar séu stórar óperuuppfærslur. Í því samhengi er áhugavert að skoða sýningar ÍÓ frá því að núverandi stjórn tók við árið 2015. Síðan þá hafa aðeins sex stórar óperur verið frumsýndar í Eldborg, auk einnar í Þjóðleikhúsinu. Hér er ekki talinn með endurflutningur, samstarfsverkefni, minni verkefni og barnasýningar enda er í samningi ÍÓ og hins opinbera gert ráð fyrir að minni verkefni og samstarfssýningar séu viðbót við skyldur stofnunarinnar að sýna tvær óperur á ári. Á þessum tíma hefði ÍÓ því átt að vera búin að frumsýna 16 stórar óperur. Ef við gefum okkur að með Covid áhrifum hefði uppsetningum fækkað um 3-4 þá vantar samt töluvert upp á að ÍÓ uppfylli samninginn um 2 óperur á ári. En allir eru sammála um að saga Íslensku óperunnar er glæst. Grasrót óperusenunnar með Garðar Cortes í broddi fylkingar byrjaði þetta ævintýr og bjó til starfsumhverfi fyrir óperulistafólk. Næstu skref í óperusögu Íslendinga verða alltaf byggð á því sem ÍÓ hefur áorkað, sem og á allri þeirri óperusögu sem myndast hefur á Íslandi frá því um miðja síðustu öld. Og nú er kominn tími til að taka þessi næstu skref og byggja ofan á það sem áður hefur unnist. Þess vegna hefur stofnun þjóðaróperu verið í bígerð síðan 2017. Mikil vinna hefur farið í undirbúning með aðkomu allra þeirra aðila sem eiga hagsmuna að gæta innan óperusenunnar, þ.m.t. ÍÓ. Nú stendur til að ráða verkefnastjóra til að stýra stofnun þjóðaróperu. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir ásamt fjárhagsgreiningu liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Mun fleiri óperusýningar munu verða, eða 6-7 uppfærslur á ári. Útlit er fyrir að föst stöðugildi verði til fyrir kór- og einsöngvara og auk þess muni fjárhagsleg framtíð stofnunarinnar verða trygg í sviðslistalögum og á fjárlögum. Öllum breytingum fylgir óvissa og margir þess vegna verið uggandi. Sumir eru eflaust hræddir um að missa spón úr aski sínum, aðrir hræddir um að óperuuppsetningar verði af skornum skammti á því ári sem verður milli síðustu sýningar ÍÓ og fyrstu sýningar nýrrar þjóðaróperu. En þá verðum við að muna að verðmæti listastofnana felast í mannauðnum sem býr í listamönnunum sjálfum. Nú þegar grasrót óperustarfsemi á Íslandi hefur aldrei verið jafn sterk, þá er margt ungt listafólk að hasla sér völl á óperusviðinu, algjörlega óhrætt við að teygja listformið í ótrúlegustu áttir. Við skulum því taka eldmóð Garðars Cortes og stofnenda ÍÓ og þor þessa unga listafólks í dag og horfa með bjartsýni fram á veginn. Sameinumst um að búa til starfsumhverfi óperulistamanna til framtíðar, sambærilegt því sem leikarar eiga hjá Þjóðleikhúsinu, hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansarar hjá Íslenska dansflokknum. Þá mun óperan fá að dafna um ókomin ár. Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri stjórnar Klassís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um stöðu og framtíð óperulistformsins á Íslandi. M.a. var birt þann 13. september sl. skoðanagrein á Vísi eftir Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur þar sem hún var þungt hugsi yfir framtíð óperu á Íslandi. Um leið og ég fagna allri umræðu um framtíð óperu og áhuga á listforminu þá langar mig að koma eftirfarandi á framfæri. Í umræðunni hefur stundum verið vísað til þeirra sem hafa haldið uppi gagnrýni á Íslensku óperuna (ÍÓ) sem nokkurra óánægðra einsöngvara og jafnvel með viðbótinni - sem fá bara ekkert að syngja. Þessu hefur m.a. verið haldið fram á opinberum vettvangi af Pétri J. Eiríkssyni, stjórnarformanni ÍÓ. Klassís er Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi og eru félagsmenn 132 talsins. Gagnrýni félagsins á ÍÓ hefur notið stuðnings mikils meirihluta félagsmanna og kemur því frá afar breiðum hópi söngvara. En gagnrýni á ÍÓ síðustu árin einskorðast ekki við Klassís. Sex önnur fag- og stéttarfélög hafa auk þess kvartað til ráðuneytisins vegna ÍÓ. Þá hafa breytingar sem gerðar voru á samþykktum ÍÓ varðandi Vinafélag ÍÓ verið gagnrýndar. Ýmsir einstaklingar hafa gagnrýnt núverandi stjórn ÍÓ opinberlega og finna má slíka gagnrýni allt til ársins 2015 og hefur hún verið sett fram án allrar aðkomu Klassís, enda var félagið ekki stofnað fyrr en árið 2018. Margir voru t.a.m. ósáttir við hvernig staðið var að skipun núverandi óperustjóra og í fersku minni er hávær gagnrýni stórs hóps á uppfærslu ÍÓ á Madam Butterfly vegna hugsanlegs menningarnáms. Þar á meðal var ein fremsta jazzsöngkona landsins, Laufey Lin og Laura Liu fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er því með öllu rangt að gagnrýni á ÍÓ byggist á skoðunum fámenns hóps óánægðra söngvara. Hér verður að halda því til haga að gagnrýni á ÍÓ er eitt og stofnun þjóðaróperu er annað. Það má segja að það sé krafa listasamfélagsins alls að stofnuð verði þjóðarópera. Sú staðreynd að á sama tíma hafi ÍÓ verið gagnrýnd er ekki til marks um beint orsakasamhengi. Hins vegar hafa gagnrýniverðir stjórnarhættir núverandi stjórnenda ÍÓ leitt enn frekar í ljós þá vankanta sem eru á núverandi fyrirkomulagi og með þeim hætti stutt við kröfuna um breytingar. Nokkur umræða hefur verið um dómsmál þar sem söngvari leitaði réttar síns gegn ÍÓ og hafði sigur í Landsrétti. Full ástæða er til að halda á lofti þessum dómi þar sem fáir dómar hafa verið jafn fordæmisgefandi í réttindabaráttu listafólks á Íslandi. Því hefur þó verið haldið fram af einstaka aðilum tengdum ÍÓ, þar á meðal Sigurlaugu í áðurnefndri grein, að málið hafi ekki verið borðleggjandi því ÍÓ hafi borið sigur í Héraðsdómi en svo tapað í Landsrétti og staðan því 1-1 eins og um umspilsleiki í knattspyrnu væri að ræða. Dómskerfið á Íslandi virkar ekki svona. Það virkar þannig að æðra dómstig getur snúið við dómi á lægra dómstigi. Ástæða þess að málið vannst ekki í Héraðsdómi var að málflutningur ÍÓ var á þann veg að véfengja söngvarann og þau gögn sem hann lagði fram m.a. varðandi æfingatíma og yfirvinnu. Sagt var að upplýsingar söngvarans væru ekki réttar og að yfirvinna hefði ekki átt sér stað. Þetta var vörn ÍÓ fyrir dómi þrátt fyrir að ÍÓ hefði fulla vitneskju um yfirvinnu og æfingatíma allra söngvara sýningarinnar. Út frá þessu leiddi lögfræðingur ÍÓ rök að því að söngvarinn hefði ekki verið með greiðslur undir kjarasamningi og því kom kjarasamningurinn ekki til álita í Héraðsdómi. Það má vel halda því fram að þetta hafi verið gott bragð af hálfu ÍÓ, enda markmið þeirra að vinna málið með öllum ráðum. En áfrýjunarleyfi var veitt og þessi villandi framsetning afhjúpuð í Landsrétti. Þannig að Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms þar sem hann var rangur. ÍÓ tapaði því málinu og varð uppvís að broti á kjarasamningum. Það er borðleggjandi. Sigurlaug heldur því fram að gagnrýni á störf ÍÓ hafi hafist með áðurnefndu dómsmáli. Það er einfaldlega ekki rétt. Frá því að Klassís var stofnað árið 2018, hefur félagið leitast við að veita stjórn ÍÓ aðhald með málefnalegri gagnrýni í því skyni að styrkja stöðu söngvara. Klassís hefur alltaf staðið þétt við bak félagsmanna sinna og unnið að þeirra hagsmunum með öllum mögulegum lýðræðislegum leiðum. Í þeim undirbúningi sem hefur átt sér stað fyrir stofnun þjóðaróperu hefur félagið því alltaf barist fyrir því að til verði föst stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kór. En það er misjafnt með hvaða hætti stjórnir stofnana og fyrirtækja mæta gagnrýni. Sumar láta gera stjórnsýsluúttektir eða úttektir á samfélagslegum áhættuþáttum, en aðrar taka ekki ábyrgð, lýsa sig ósammála dómsúrskurðum, einangra sig, fara í stöðu fórnarlambs og reyna að gera lítið úr þeim sem gagnrýna með öllum tiltækum ráðum. Undanfarinn áratug hafa orðið grundvallarbreytingar á afstöðu listafólks gagnvart stjórnendum. Listafólk hefur risið upp gegn hvers konar valdaójafnvægi sem tíðkast hefur í listaheiminum. Ungt fólk í dag lætur ekki bjóða sér sömu einvaldstilburði og tíðkuðust áður fyrr og er nýjasta dæmið um það líklega yfirgangur stjórnandans John Eliot Gardiner gagnvart söngvurum sínum. Stjórnendum ber að hlusta og bæta sig. Íslenska óperan er ríkisstyrkt sjálfseignarstofnun. Hún á sig sjálf og lítur afar takmörkuðu eftirliti ríkisins, sem í tilfelli stofnunarinnar hefur ekki reynst farsælt. ÍÓ ber ekki skylda til að fara eftir stjórnsýslulögum en færa mætti sterk rök fyrir því að siðferðislega ætti hún að gera það. Hjá Íslensku óperunni eru engar fastar stöður fyrir söngvara, kórinn er verkefnaráðinn og aðstaða fyrir söngvara er engin. Í grein Sigurlaugar leggur hún áherslu á mikilvægi þess að sýndar séu stórar óperuuppfærslur. Í því samhengi er áhugavert að skoða sýningar ÍÓ frá því að núverandi stjórn tók við árið 2015. Síðan þá hafa aðeins sex stórar óperur verið frumsýndar í Eldborg, auk einnar í Þjóðleikhúsinu. Hér er ekki talinn með endurflutningur, samstarfsverkefni, minni verkefni og barnasýningar enda er í samningi ÍÓ og hins opinbera gert ráð fyrir að minni verkefni og samstarfssýningar séu viðbót við skyldur stofnunarinnar að sýna tvær óperur á ári. Á þessum tíma hefði ÍÓ því átt að vera búin að frumsýna 16 stórar óperur. Ef við gefum okkur að með Covid áhrifum hefði uppsetningum fækkað um 3-4 þá vantar samt töluvert upp á að ÍÓ uppfylli samninginn um 2 óperur á ári. En allir eru sammála um að saga Íslensku óperunnar er glæst. Grasrót óperusenunnar með Garðar Cortes í broddi fylkingar byrjaði þetta ævintýr og bjó til starfsumhverfi fyrir óperulistafólk. Næstu skref í óperusögu Íslendinga verða alltaf byggð á því sem ÍÓ hefur áorkað, sem og á allri þeirri óperusögu sem myndast hefur á Íslandi frá því um miðja síðustu öld. Og nú er kominn tími til að taka þessi næstu skref og byggja ofan á það sem áður hefur unnist. Þess vegna hefur stofnun þjóðaróperu verið í bígerð síðan 2017. Mikil vinna hefur farið í undirbúning með aðkomu allra þeirra aðila sem eiga hagsmuna að gæta innan óperusenunnar, þ.m.t. ÍÓ. Nú stendur til að ráða verkefnastjóra til að stýra stofnun þjóðaróperu. Nokkrar mismunandi sviðsmyndir ásamt fjárhagsgreiningu liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Mun fleiri óperusýningar munu verða, eða 6-7 uppfærslur á ári. Útlit er fyrir að föst stöðugildi verði til fyrir kór- og einsöngvara og auk þess muni fjárhagsleg framtíð stofnunarinnar verða trygg í sviðslistalögum og á fjárlögum. Öllum breytingum fylgir óvissa og margir þess vegna verið uggandi. Sumir eru eflaust hræddir um að missa spón úr aski sínum, aðrir hræddir um að óperuuppsetningar verði af skornum skammti á því ári sem verður milli síðustu sýningar ÍÓ og fyrstu sýningar nýrrar þjóðaróperu. En þá verðum við að muna að verðmæti listastofnana felast í mannauðnum sem býr í listamönnunum sjálfum. Nú þegar grasrót óperustarfsemi á Íslandi hefur aldrei verið jafn sterk, þá er margt ungt listafólk að hasla sér völl á óperusviðinu, algjörlega óhrætt við að teygja listformið í ótrúlegustu áttir. Við skulum því taka eldmóð Garðars Cortes og stofnenda ÍÓ og þor þessa unga listafólks í dag og horfa með bjartsýni fram á veginn. Sameinumst um að búa til starfsumhverfi óperulistamanna til framtíðar, sambærilegt því sem leikarar eiga hjá Þjóðleikhúsinu, hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansarar hjá Íslenska dansflokknum. Þá mun óperan fá að dafna um ókomin ár. Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri stjórnar Klassís.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar