Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 25. september 2023 17:30 ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Heilsa Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun