Burt með sjálftöku og spillingu Sigurjón Þórðarson skrifar 25. september 2023 10:30 Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Núverandi útfærsla á úthlutun veiðiheimilda Byggðastofnunar, fyrir fleiri milljarða kr. á ári, byggist á samningum við aðila sem hafa margir hverjir lítil eða jafnvel engin tengsl við þær byggðir sem fá úthlutun en hafa þeim mun sterkari tengsl inn í stjórnkerfið. Sumir þessara samninga sem samþykktir hafa verið til nokkurra ára hafa orðið að verðmætri söluvöru um leið og blekið þornaði á undirskriftunum. Síldarvinnsla Samherja, sem hefur sett atvinnulíf Seyðisfjarðar í uppnám, fær t.d. árlega megnið af byggðakvótanum sem ætlaður er Þingeyri, en landar ekki einum einasta sporði í þorpinu! Í nokkrum byggðum fer ekki fram nein vinnsla á þeim afla sem veiddur er á grundvelli byggðasjónarmiða og í enn öðrum fer fram einhver málamyndavinnsla, sem verður hætt um leið og ekki verður framhald á úthlutun á byggðakvótum. Við í Flokki fólksins viljum treysta frumkvæði íbúanna sjálfra með eftirfarandi tillögum: Koma þarf á löndunarskyldu á byggðakvóta í brothættu byggðunum, en taka af vinnsluskyldu. Allur fiskur taki verð á frjálsum markaði, þó þannig að 20% af andvirðinu renni til uppbyggingarsjóðs í viðkomandi byggðarlagi. Fiskvinnslur í viðkomandi sveitarfélagi hafa forgang að aflanum á 15% afslætti af meðalverði á markaði, en þá færi aðeins 5% til uppbyggingarsjóðs í byggðarlaginu. Skipting á milli báta í hverju byggðarlagi en jafnframt yrði gerð krafa um að meirihluti áhafnarmeðlima væri með lögheimili í viðkomandi byggð. Flokkur fólksins vill frelsa sjávarþorpin undan kvótaaðlinum, og um leið skapa fjármagn til sóknar í öðrum atvinnurekstri. Við fordæmum með öllu þá aðför sem tíðkast hefur að áður blómlegum sjávarbyggðum allt í kringum landið. Það er löngu tímabært að vinda ofan af þeirri óheillaþróun sem hér hefur fengið að viðgangast. Snúum þessari öfugþróun til betri vegar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar