Íslensk frumraun og Cannes-verðlaunahafi keppa um Gullna lundann Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2023 07:02 Hér gefur að líta stillur úr fjórum af myndunum níu. Aðsent Níu myndir keppa um Gullna lundan, aðalverðlaun RIFF, í ár. Meðal þátttakenda eru sigurvegarar á Cannes og Locarno en einnig er þar að finna fyrstu mynd íslenska leikstjórans Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjvík (RIFF) hefst 28. september og stendur til 8. október. Í flokknum Vitrunum tefla leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Sumar myndanna hafa þegar unnið til verðlauna á öðrum hátíðum, til að mynda Cannes og Sundance. Ein íslensk mynd, Tilverur, tekur þátt í flokknum í ár en hún er líka opnunarmynd hátíðarinnar. Tilverur er fyrsta myndin í fullri lengd sem Ninna Pálmadóttir leikstýrir, Dómnefnd Vitrana er skipuð reyndu fagfólki úr kvikmyndaiðnaðinum. Það eru þau Fabien Lemercier, fréttaritari Frakklands fyrir fjölmiðilinn Cineuropa; Susana Santos Rodrigues, meðstjórnandi IndieLisboa kvikmyndahátíðarinnar í Portúgal og Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur. Víetnamskar vofur, landnemar og ísraelskur liðhlaupi Mummola Tia Kouvo/Fjölskyldustund Á hverju ári heimsækja miðaldra systurnar Susanna og Helena heimili foreldra sinna með fjölskyldum sínum. En á hverju ári drekkur afi Lasse of mikið, amma Ella þarf að passa alla, krakkarnir eru pirraðir og systurnar rífast um tilgangslausa hluti. Eftir jólin skiljast leiðir og allir hverfa aftur til hversdagslífsins. Los Colonos Felipe Gálvez/Landnemarnir Auðugur landeigandi í Chíle í byrjun 20. aldar ræður þrjá hestamenn til að merkja út jaðar umfangsmikillar landareignar sinnar og opna leið til Atlantshafsins yfir hina víðáttumiklu Patagóníu. Leiðangurinn, sem samanstendur af ungum síleskum blendingi, amerískum málaliða, undir forystu kærulauss bresks undirforingja, breytist fljótlega í „siðmenntað“ áhlaup. Myndin var tilnefnd til Un Certain Regard á Cannes. Bên trong vỏ kén vàng/Í gula hýðinu Thien þarf að fara með líkamsleifar látinnar mágkonu sinnar í fjölskylduþorpið í fylgd fimm ára frænda síns. Í sveitinni bíða hans vofur úr æsku, minningar um bróður sem hefur yfirgefið sveitina og draugur stríðsins. Dulræn pílagrímsferð til sveita Víetnam og hins lítt þekkta kristna minnihlutahóps sem þar býr. Myndin vann „Gullnu myndavélina“ á Cannes. Slow/Hægt Samtímadansarinn Elena hittir táknmálstúlkinn Dovydas þegar hann kemur í bekk með heyrnarlausum unglingum sem hún er að kenna. Tenging þeirra er tafarlaus, líkamleg og án hindrana. Leikstjórinn Marija Kavtaradzé hlaut leikstjórnarverðlaun á Sundance-hátíðinni. Solitude/Tilverur Hinn sextugi Gunnar lifir einmanalegu lífi í sveitinni. Einn dag kaupir ríkið landið hans undir virkjunarframkvæmdir og Gunnar neyðist til að fara til borgarinnar. Hann flytur í rólegt úthverfi og lifir tilbreytingarlausu lífi þar til blaðberinn Ari vingast við hann. Vinátta þeirra reynist afdrifarík fyrir þá báða. The Vanishing Soldier/Hermaðurinn sem hvarf Átján ára hermaðurinn Shlomi flýr vígvöllinn á Gaza til kærustunnar í Tel Avív en uppgötvar að yfirvöld eru telja að honum hafi verið rænt af óvininum. Upp hefst tragíkómískt ferðalag sem á sér stað á einum sólarhring á heitum götum Tel Avív. Myndin var tilnefnd til stærstu verðlauna Locarno-hátíðarinnar, „Gullna hlébarðans“ . The Sweet East/Ljúfa austrið Framhaldsskólaneminn Lillian strýkur úr skólaferðalagi og í gegnum röð óvæntra atvika ferðast hún í gegnum litróf róttækni og vitfirringar samtímans, frá fulltrúum hvítrar kynþáttahyggju til íslamskra öfgatrúarmanna, frá nútíma-pönkurum til réttsýnna framúrstefnumanna. Myndin hlaut dómaraverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Deauville. Baan Þegar heima hættir að vera heimili, verður flökkulíf að rútínu. Tími, rúm og tilfinningar hrynja og Lissabon blandast saman við Bangkok. Fortíð, nútíð og kannski framtíð fléttast saman í þessari sögu sem hefst með fundum þeirra L og K. Þessi mynd var einnig tilnefnd til „Gullna hlébarðans“ í Locarno. Ein nótt með Adelu/Una Noche Con Adela Adela, götusópari í Madríd, hefur átt erfitt líf. Hún uppgötvaði nýlega eitthvað sem varð til þess að hún brotnaði niður og sagði hingað og ekki lengra, og þá þegar byrjaði hún að undirbúa hefnd sína. Þegar hún klárar vaktina í kvölf mun hún gera upp við þá sem breyttu henni í það sem hún er, mannlegar rústir. Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjvík (RIFF) hefst 28. september og stendur til 8. október. Í flokknum Vitrunum tefla leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Sumar myndanna hafa þegar unnið til verðlauna á öðrum hátíðum, til að mynda Cannes og Sundance. Ein íslensk mynd, Tilverur, tekur þátt í flokknum í ár en hún er líka opnunarmynd hátíðarinnar. Tilverur er fyrsta myndin í fullri lengd sem Ninna Pálmadóttir leikstýrir, Dómnefnd Vitrana er skipuð reyndu fagfólki úr kvikmyndaiðnaðinum. Það eru þau Fabien Lemercier, fréttaritari Frakklands fyrir fjölmiðilinn Cineuropa; Susana Santos Rodrigues, meðstjórnandi IndieLisboa kvikmyndahátíðarinnar í Portúgal og Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur. Víetnamskar vofur, landnemar og ísraelskur liðhlaupi Mummola Tia Kouvo/Fjölskyldustund Á hverju ári heimsækja miðaldra systurnar Susanna og Helena heimili foreldra sinna með fjölskyldum sínum. En á hverju ári drekkur afi Lasse of mikið, amma Ella þarf að passa alla, krakkarnir eru pirraðir og systurnar rífast um tilgangslausa hluti. Eftir jólin skiljast leiðir og allir hverfa aftur til hversdagslífsins. Los Colonos Felipe Gálvez/Landnemarnir Auðugur landeigandi í Chíle í byrjun 20. aldar ræður þrjá hestamenn til að merkja út jaðar umfangsmikillar landareignar sinnar og opna leið til Atlantshafsins yfir hina víðáttumiklu Patagóníu. Leiðangurinn, sem samanstendur af ungum síleskum blendingi, amerískum málaliða, undir forystu kærulauss bresks undirforingja, breytist fljótlega í „siðmenntað“ áhlaup. Myndin var tilnefnd til Un Certain Regard á Cannes. Bên trong vỏ kén vàng/Í gula hýðinu Thien þarf að fara með líkamsleifar látinnar mágkonu sinnar í fjölskylduþorpið í fylgd fimm ára frænda síns. Í sveitinni bíða hans vofur úr æsku, minningar um bróður sem hefur yfirgefið sveitina og draugur stríðsins. Dulræn pílagrímsferð til sveita Víetnam og hins lítt þekkta kristna minnihlutahóps sem þar býr. Myndin vann „Gullnu myndavélina“ á Cannes. Slow/Hægt Samtímadansarinn Elena hittir táknmálstúlkinn Dovydas þegar hann kemur í bekk með heyrnarlausum unglingum sem hún er að kenna. Tenging þeirra er tafarlaus, líkamleg og án hindrana. Leikstjórinn Marija Kavtaradzé hlaut leikstjórnarverðlaun á Sundance-hátíðinni. Solitude/Tilverur Hinn sextugi Gunnar lifir einmanalegu lífi í sveitinni. Einn dag kaupir ríkið landið hans undir virkjunarframkvæmdir og Gunnar neyðist til að fara til borgarinnar. Hann flytur í rólegt úthverfi og lifir tilbreytingarlausu lífi þar til blaðberinn Ari vingast við hann. Vinátta þeirra reynist afdrifarík fyrir þá báða. The Vanishing Soldier/Hermaðurinn sem hvarf Átján ára hermaðurinn Shlomi flýr vígvöllinn á Gaza til kærustunnar í Tel Avív en uppgötvar að yfirvöld eru telja að honum hafi verið rænt af óvininum. Upp hefst tragíkómískt ferðalag sem á sér stað á einum sólarhring á heitum götum Tel Avív. Myndin var tilnefnd til stærstu verðlauna Locarno-hátíðarinnar, „Gullna hlébarðans“ . The Sweet East/Ljúfa austrið Framhaldsskólaneminn Lillian strýkur úr skólaferðalagi og í gegnum röð óvæntra atvika ferðast hún í gegnum litróf róttækni og vitfirringar samtímans, frá fulltrúum hvítrar kynþáttahyggju til íslamskra öfgatrúarmanna, frá nútíma-pönkurum til réttsýnna framúrstefnumanna. Myndin hlaut dómaraverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Deauville. Baan Þegar heima hættir að vera heimili, verður flökkulíf að rútínu. Tími, rúm og tilfinningar hrynja og Lissabon blandast saman við Bangkok. Fortíð, nútíð og kannski framtíð fléttast saman í þessari sögu sem hefst með fundum þeirra L og K. Þessi mynd var einnig tilnefnd til „Gullna hlébarðans“ í Locarno. Ein nótt með Adelu/Una Noche Con Adela Adela, götusópari í Madríd, hefur átt erfitt líf. Hún uppgötvaði nýlega eitthvað sem varð til þess að hún brotnaði niður og sagði hingað og ekki lengra, og þá þegar byrjaði hún að undirbúa hefnd sína. Þegar hún klárar vaktina í kvölf mun hún gera upp við þá sem breyttu henni í það sem hún er, mannlegar rústir.
Bíó og sjónvarp Menning RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira