Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 10:49 Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Dominos Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira