Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2023 08:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir líkhúsið þurfa umsjónarmann. Snæfellsbær/Google Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi. Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi.
Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira