„Veistu ekki hver ég er?“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2023 17:01 Rappdúettinn Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga. Aðsend Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag. Meðlimir sveitarinnar eru Óli Hrafn Jónasson, Holy Hrafn, og Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson, Thrilla GTHO. „Flest okkar hafa komist í kynni við einhvern Stefán Braga niðri í bæ þegar vel er farið að líða á kvöldið. Týpan sem hefur fengið sér aðeins of oft í nefið inni á klósetti og er farið að vera sama um allar siðareglur og samþykki samfélagsins. Týpan sem króar mann af í hrókasamræðum þegar maður vill bara fá að stökkva upp í næsta lausa leigubíl en ákaft augnaráðið heldur manni límdum á staðnum. Blaðrið er einungis pásað við og við til að sniffa harkalega og gleyma þræðinum, segja strákarnir.“ Lagið er að sögn Óla Hrafns og Þráins Gunnlaugs töluvert ólíkt fyrri útgáfu bandsins, plötunni Bálsýnir sem kom út fyrr í sumar. „Stefán Braga er meira í átt við það sem gæti hljómað á dansgólfinu á skemmtistað á hápunkti kvöldsins. Drífandi dansvæni takturinn undirstrikar lykilsetningu lagsins: „Veistu ekki hver ég er?“ Meðlimir sveitarinnar vilja að auki biðja alla Stefán Braga landsins innilega afsökunar á nafnavalinu.“ Hér má hlusta á lagið: Klippa: Eldmóðir - Stefán Braga Patrik Atlason trónir annars staðfastur á toppi Íslenska listans á FM fjórðu vikuna í röð með lagið Skína og Miley Cyrus stekkur upp í annað sæti með lagið Jaded. Þá falla strákarnir í Iceguys niður um eitt sæti á milli vikna og skipa þriðja sætið með lagið Rúlletta. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Meðlimir sveitarinnar eru Óli Hrafn Jónasson, Holy Hrafn, og Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson, Thrilla GTHO. „Flest okkar hafa komist í kynni við einhvern Stefán Braga niðri í bæ þegar vel er farið að líða á kvöldið. Týpan sem hefur fengið sér aðeins of oft í nefið inni á klósetti og er farið að vera sama um allar siðareglur og samþykki samfélagsins. Týpan sem króar mann af í hrókasamræðum þegar maður vill bara fá að stökkva upp í næsta lausa leigubíl en ákaft augnaráðið heldur manni límdum á staðnum. Blaðrið er einungis pásað við og við til að sniffa harkalega og gleyma þræðinum, segja strákarnir.“ Lagið er að sögn Óla Hrafns og Þráins Gunnlaugs töluvert ólíkt fyrri útgáfu bandsins, plötunni Bálsýnir sem kom út fyrr í sumar. „Stefán Braga er meira í átt við það sem gæti hljómað á dansgólfinu á skemmtistað á hápunkti kvöldsins. Drífandi dansvæni takturinn undirstrikar lykilsetningu lagsins: „Veistu ekki hver ég er?“ Meðlimir sveitarinnar vilja að auki biðja alla Stefán Braga landsins innilega afsökunar á nafnavalinu.“ Hér má hlusta á lagið: Klippa: Eldmóðir - Stefán Braga Patrik Atlason trónir annars staðfastur á toppi Íslenska listans á FM fjórðu vikuna í röð með lagið Skína og Miley Cyrus stekkur upp í annað sæti með lagið Jaded. Þá falla strákarnir í Iceguys niður um eitt sæti á milli vikna og skipa þriðja sætið með lagið Rúlletta. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira