Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn Ágúst Mogensen skrifar 22. september 2023 11:01 Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun