Viðskipti innlent

Lands­bankinn skellir í lás í Austur­stræti í hinsta sinn

Árni Sæberg skrifar
Landsbankinn hefur verið á Austurstræti í tæp hundrað ár.
Landsbankinn hefur verið á Austurstræti í tæp hundrað ár. Vísir/Vilhelm

Tæplega hundrað ára sögu Landsbankans í Austurstræti lýkur í dag. Klukkan 16 verður skellt í lás í hinsta sinn.

Starfsemin flyst yfir í nýtt útibú bankans í Reykjastræti 6 sem hefur þegar opnað.

Við dagslok lýkur 99 ára sögu bankans í húsinu við Austurstræti 11 en starfsemi Landsbankans á sér langa hefð og djúpar rætur í miðborg Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu á vef Landsbankans.

Þar segir að allt frá árinu 1898 hafi höfuðstöðvar bankans sett sterkan svip á borgarmyndina. Landsbankinn bendir áhugasömum á grein sem Pétur Hrafn Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, skrifaði um sögu bankans í miðbænum á þessum tímamótum.

Þar rekur Pétur Hrafn sögu húsnæðiskost bankans allt frá því að hann var opnaður í Bakarabrekku, sem síðar var nefnd Bankastræti, þar til viðbygging var reist við húsið í Austurstræti.


Tengdar fréttir

Lands­bankinn fluttur úr fjór­tán húsum undir eitt þak í Reykja­stræti

Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×