Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2023 08:31 Fjölskyldan í Vallakoti úti á akri, frá vinstri. Ingólfur, Þórsteinn Rúnar, Arnþór og Indíana. Þau eru að rækta níu tegundir af útiræktuðu grænmeti á sínu öðru ári í garðyrkjunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira