Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2023 20:06 Reynir elskar að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira