Vindmyllur á Íslandi Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar