Auðlindin okkar – andsvar Daði Már Kristófersson skrifar 19. september 2023 13:31 Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun