Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2023 11:12 Ljóst er að húsið er ónýtt. Fjallabyggð Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu. Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu.
Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira