Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. september 2023 08:44 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði í desember 2020. Þar er nú hættustig í gildi vegna mikillar úrkomu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni. Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði klukkan 18 í gær og voru hús rýmd vegna ástandsins. Í nótt rigndi mikið en Sveinn Brynjólfsson á skriðuvakt Veðurstofunnar segir þó allt enn innan marka. „Við búumst við því að það rigni hressilega í allan dag og það dragi ekki almennilega úr þessu fyrr en í nótt. Árnar uxu mikið en eru allar í farvegum sínum. Við sjáum engar hreyfingar enn þá og það eru engar skriður sem við sjáum.“ Á Austfjörðum er appelsínugul viðvörum í gildi vegna mikilla vatnavaxta. Þar er spáð mikilli rigningu áfram í allan dag og segir Sveinn að grannt sé fylgst með stöðu mála. Viðvörunin er í gildi til miðnættis. Þá er gul viðvörun vegna rigninga á Austurlandi að Glettingi. Íbúar hugi að niðurföllum Á fjórða tug húsa voru rýmd á Seyðisfirði í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna að stærstur hluti húsanna séu atvinnuhúsnæði. Aðspurð um hvort íbúar þurfi að hafa áhyggjur sagði Hjördís: „Íbúar hafa án efa áhyggjur af staðnum. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur.“ Þá hvatti hún fólk til að fylgjast vel með og huga sérstaklega að niðurföllum. Uppfært klukkan 09:55. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að rýmingum verði aflétt í dag, þar sem áfram sé spáð talsverði úrkomu á Austfjörðum. „Vel er fylgst með af hálfu Veðurstofu, meðal annars í lækjarfarvegum í byggð og í hlíðum. Veðurspá gerir ráð fyrir að það dragi úr úrkomu um miðnætti í nótt,“ segir í tilkynningunni.
Náttúruhamfarir Veður Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira