Börsungar völtuðu yfir Antwerp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 20:54 Joao Felix skoraði tvö og lagði upp eitt. Alex Caparros/Getty Images Spánarmeistarar Barcelona unnu afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti belgíska liðinu Royal Antwerp í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Joao Felix kom heimamönnum yfir strax á elleftu mínútu leiksins áður en Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu Börsunga átta mínútum síðar eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Joao Felix. Jelle Bataille varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 22. mínútu og staðan var því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Börsungar voru þó ekki hættir því Gavi skoraði fjórða mark liðsins snemma í síðari hálfleik áður en Joao Felix rak seinasta naglann í kistu gestanna þegar um 25 mínútur voru enn eftir af leiknum. Niðurstaðan því 5-0 sigur Barcelona sem nú er með þrjú stig í H-rðili, líkt og Porto sem vann 1-3 útisigur gegn Porto á sama tíma. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Spánarmeistarar Barcelona unnu afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti belgíska liðinu Royal Antwerp í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Joao Felix kom heimamönnum yfir strax á elleftu mínútu leiksins áður en Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu Börsunga átta mínútum síðar eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Joao Felix. Jelle Bataille varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 22. mínútu og staðan var því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Börsungar voru þó ekki hættir því Gavi skoraði fjórða mark liðsins snemma í síðari hálfleik áður en Joao Felix rak seinasta naglann í kistu gestanna þegar um 25 mínútur voru enn eftir af leiknum. Niðurstaðan því 5-0 sigur Barcelona sem nú er með þrjú stig í H-rðili, líkt og Porto sem vann 1-3 útisigur gegn Porto á sama tíma.