Fótbolti

Svona horfirðu á Meistaradeildina í vetur | Messan snýr aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manchester City hefur titil að verja í vetur.
Manchester City hefur titil að verja í vetur. vísir/getty

Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á nýjan leik í kvöld. Nokkrar breytingar eru á því hvernig hægt sé að horfa á keppnina í vetur.

Rétthafar keppninnar eru Stöð 2 Sport og Viaplay. Líkt og síðasta vetur verður helmingur leikja sýndur á Stöð 2 Sport og hinn helmingurinn á Viaplay.

Sú breyting verður þó á að nú verður hægt að sjá stærstu leiki Viaplay á sjónvarpsstöðinni Vodafone Sport. Hana má finna á myndlyklum Vodafone og Símans. Stöðin er einnig aðgengileg í appi Stöðvar 2. Dagskrána má ávallt finna á heimasíðu Stöðvar 2.

Alla leiki Viaplay má finna sem fyrr á Viaplay-appinu.

Umfjöllunin verður vegleg á Stöð 2 Sport í kringum leikina. Meistaradeildarmessan mun snúa aftur í stjórn Guðmundar Benediktssonar. Þá situr Guðmundur í myndveri með góðum gestum og þeir fylgjast með öllum leikjum í einu. Einnig verða stakir leikir sem fyrr í beinni útsendingu.

Er leikjunum lýkur er síðan komið að Meistaradeildarmörkunum í stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. Þar verða leikirnir gerðir upp með sérfræðingum.

Sérfræðingar vetrarins eru svo ekki af ódýrari gerðinni. Sannkallað stórskotalið sem má sjá hér að neðan.

  • Albert Brynjar Ingason
  • Arnar Gunnlaugsson
  • Aron Jóhannsson
  • Atli Viðar Björnsson
  • Baldur Sigurðsson
  • Jóhannes Karl Guðjónsson
  • Kjartan Henry Finnbogason
  • Ólafur Kristjánsson

Áskrift að Sportpakkanum eða Sport Erlent er með ofantöldu sem þýðir að þú getur horft á alla Meistaradeildina með einni áskrift. Evrópudeildin og Sambandsdeildin er einnig inn í sömu áskrift.

  • Stöð 2 Sport
  • Viaplay áskrift
  • Vodafone Sport

Hægt er að kaupa áskrift á vodafone.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×