Listin að segja...og þegja Magnús Þór Jónsson skrifar 18. september 2023 13:31 Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Tjáningarfrelsi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Málfrelsi er ein undirstaða lýðræðisins og grunnur samfélagsgerðarinnar. Við sem búum við það eigum þar sannarlega lífsgæði sem að því miður eru ekki sjálfsögð eða öllum gefin. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og frelsi einstaklingsins takmarkast við frelsi og réttindi annars fólks. Í því felst ekki heimild til að ganga á frelsi annarra og rétt þeirra til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Ljóðskáldið Einar Ben minnti á það fyrir allnokkru að þörf sé á aðgát í nærveru sálar. Þau orð eiga svo sannarlega við í dag þótt þau hafi verið látin falla á tímum þar sem samskipti og samskiptaleiðir voru aðrar. Sér í lagi nú þegar við hvert og eitt getum í raun verið okkar eigin fjölmiðill. Ábyrgð einstaklingsins á nýtingu málfrelsisins er alger. Orð hafa áhrif og geta meitt, hvort sem þau eru sögð, rituð á blað, í bók eða á alnetið. Lög og reglur eru settar til þess að tryggja að frelsi eins gangi ekki gegn frelsi annarra og þannig er reynt að stýra umræðunni á réttar brautir. Starfsstéttir setja sér mjög oft siðareglur sem eru viðmið um hlutverk starfs síns. Við kennarar höfum um langa hríð átt slíkar reglur. Þær eru grunnur starfs okkar með nemendum á öllum aldri. Í þeim er farið yfir þá fagmennsku sem við gerum kröfu á okkur sjálf að fylgja. Í þeim segir meðal annars: Kennari ber virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda og ólíkum þörfum þeirra, virðir réttindi þeirra og lætur sig hagsmuni og velferð nemenda varða. Hann eflir og eykur víðsýni þeirra. Kennari hefur jafnrétti að leiðarljósi og vinnur gegn hvers kyns fordómum, áreitni, ofbeldi og mismunun í samfélaginu. Kennari gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi og er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína. Annað ljóðskáld orti nú nýverið „burtu með fordóma og annan eins ósóma“. Það er mér persónulega afskaplega sárt að sjá þá umræðu um hinseginleikannsem nú fer um íslenskt samfélag og meiðir og særir. Við höfum ávallt treyst skólum til að búa börn undir ólíka tilveru. Það er sjálfsögð krafa að íslensk börn fái fræðslu um margbreytileika mannlífs í skólanum sínum, og hefur svo verið um langa hríð, í gegnum alls konar samfélagsbreytingar. Fræðsla er eitt mikilvægasta hlutverk skóla og kennara. Hlutverk sem byggir meðal annars á þeim siðareglum sem ég vísa í hér að ofan. Hvert einasta barn í íslenskum skólum á þar skjól. Börnin eru sannarlega ólík og það hefur sem betur fer orðið gjörbreyting á viðurkenningu á fjölbreytileika þeirra. Á mínum ferli eru sérstaklega eftirminnileg þau augnablik að kynnast nemendum sem hafa staðið upp, haft hugrekki til að segja heiminum frá því að þau eru eins og þau eru og fá algera viðurkenningu vina sinna. Þar hafa verið mölbrotin tabú sem fólk á mínum aldri og upp úr bjó við og ollu ólýsanlegri vanlíðan fólks sem troðið var „inn í skápa“ samfélags sem ekki hafði kjark í að mæta fjölbreytileikanum. Það er ótrúlega mikilvægt að sú afturför sem okkur er að birtast í málefnum hinsegin fólks verði ekki til þess að nokkuð einasta barn lendi í slíkum skáp. Börn eiga að fá að vera nákvæmlega eins og þau eru og njóta stuðnings skólafélaga sinna og samfélagsins alls. Aðeins þannig tryggjum við velferð þeirra. Þar er hlutverk skólans auðvitað gríðarlegt og það er trú mín að kennarar séu með mér í þeirri vegferð að ryðja burt allri þröngsýninemendum sínum til heilla. Við höfum öll áhrif. Það hvað við segjum og gerum hefur áhrif. Á sama hátt hefur það hvað við segjum ekki og gerum ekki áhrif. Framtíðin ræðst ekki bara af því hvað sumt fólk segir, heldur líka hvort annað fólk þegir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar