Um vinnustyttingu á leikskóla - Vinnustytting eða ísköld blekking? Jóhanna Helgadóttir skrifar 17. september 2023 23:42 Svo ég geti fengið 36 stunda vinnuviku í staðinn fyrir 40 þá þarf ég að „gefa eftir forræði yfir kaffitímanum mínum“. Athyglisvert í ljósi þess að margar aðrar starfsstéttir fá einfaldlega vinnustyttingu, eins og nafnið segir til um, styttingu á vinnutíma en halda sömu launum og fullum kaffitíma. Jú því það var nú tilgangurinn með vinnustyttingu, að launafólk fengi styttingu á vinnutíma en héldi sömu launum, sem sé yrði ekki fyrir kjaraskerðingu. Takið eftir ágætu lesendur, þetta á ekki við um leikskólakennara. Óh nei. Neysluhlé er skv. EES tilskipun Ég er að kynna mér vinnustyttingu, betri vinnutími, betur vegna þess að nú á að kjósa um fulla vinnustyttingu á mínum vinnustað sem er leikskóli. Mér var tjáð að kaffi- og hádegistíminn minn myndi styttast og í staðinn fengi ég eitthvað sem kallast neysluhlé. Ja hérna, hvað er það? Neysluhlé minnir mig á eitthvað frá löndum sem halda fólki í gíslingu í vinnunni og á að tryggja að atvinnurekandinn gefi fólki smá pásu á meðan því er þrælað út, en svo segir: „Það er EES tilskipun sem kveður á um að ólöglegt er að veita ekki að lágmarki 15 mín neysluhlé yfir daginn“. Kæru lesendur við erum að tala um algjöra lágmarkspásu yfir fullan vinnudag. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti bara einfaldlega náð að borða hádegismat á þessum tíma og svarið er auðvitað STÓRT NEI. Má ég stuðla að góðri heilsu minni og vellíðan í starfinu? Vinnustytting á leikskóla felur í sér að starfsfólk gefi kjarasamningsbundinn kaffitíma frá sér. „Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar 15 mínútur fyrir hádegi og 20 mínútur eftir hádegi, og teljast þeir til vinnutíma“. Ég held að á mörgum leikskólum hafi verið tekið upp á því að sameina þessa tvo kaffitíma í einn (35-40 mínútur) yfir hádegistímann á milli klukkan 11:30 til 13:30. Ástæðan fyrir því hafi að stórum hluti verið vegna þess að erfitt var að tryggja nægilegt starfsfólk á deild með börnunum þegar starfsfólk átti að fara í kaffi. Ég starfaði á leikskóla á árunum 2013-2015 og þá var þetta orðið stórt vandamál. Við starfsfólkið vorum að berjast fyrir því að vera ekki skilin eftir ein á deild með 24 börn í 20 mínútur. En það kom alveg fyrir, sérstaklega á þeim dögum þegar mikið var um veikindi starfsfólks og ekki var nægilegur fjöldi starfsfólks í afleysingu. Það er alveg efni í aðra grein, um hvað átti sér stað þá og stefndi öryggi barna í hættu. Sem betur fer voru þessar breytingar gerðar til þess að mæta því! Um matartíma segir: „Matartími skal vera á tímabilinu frá kl. 11:30 til 13:30. Matartími skal vera 30 mín. og telst ekki til vinnutíma“. Eins og segi, almennt þá er aðeins kaffitíminn eftir, og leikskólakennarar löngu hættir að nýta sér þessar 30 mínútur utan vinnutíma í mat. Eins og staðan er hjá mér, í starfi í dag, þá fæ ég 40 mínútur í kaffi- og hádegismat á bilinu kl. 11:30-13:30. Það er eina pásan sem ég tek yfir daginn og ég nota hana til þess að nærast. Hversu oft hef ég heyrt þetta viðkvæði: „Já en þið borðið með börnunum á vinnutíma þannig að þið þurfið ekki svona langan hádegismat“. Þetta segir fólk sem veit ekkert um leikskólastarf. Til þess að koma því við að allir starfsmenn á leikskóla fái hádegismat á þeim tíma sem kjarasamningur segir til um þá skiptum við okkur niður. Á elstu og næst elstu deild eru 4 starfsmenn starfandi yfir daginn. Skiptingin gerir ráð fyrir því að það séu alltaf að lágmarki tveir starfsmenn saman með hópinn til þess að tryggja öryggi barnanna. Á leikskóla skilur starfsmaður EKKI barnahópinn eftir aleinan því slysin gera ekki boð á undan sér og skyndilega fer eitthvað úrskeiðis eins og barn sem fer sér að voða. Mér líður eins og ég þurfi að taka þetta skýrt fram, undir engum kringumstæðum á að skilja starfsmann eftir til lengri tíma með barnahóp á leikskóla eins síns liðs! Ég vona að við getum öll verið sammála um það! Það þýðir jú að daglega eru tveir starfsmenn á deild sem geta KANNSKI neytt matar með barnahópnum (athugið að það starfa fleiri en 4 kennarar á deildum með yngri hópum og þá er lögð áhersla á að hvert borð barna hafi einn kennara). Þegar ég segi KANNSKI þá er staðan orðin þannig að margir leikskólar hafa matstofu eða hlaðborð þar sem börnin skenka sér sjálf og þá eiga starfsmenn EKKI að borða eða sitja við borð með þeim heldur vera á ferðinni og aðstoða þau. Að mínu mati út frá þekkingu minni og reynslu af leikskólastarfi þá er mikilvægt að leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla fái tækifæri til þess að setjast niður og neyta matar. Skv. ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis segir m.a. að mikilvægt er að borða fjölbreytta fæðu, hafa reglu á máltíðum og njóta þess að borða því það stuðli m.a. að góðri heilsu og vellíðan. Þannig megi minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Ég hafði mínar efasemdir um það hvort ég næði að neyta matar með þeim hætti í 15 mínútna neysluhléi. Ég ákvað að tímasetja mig í hádeginu, frá því ég fór af deildinni í hádegismat og kom aftur inn á deild 40 mín síðar. Mínar aðstæður eru þannig að ég get ekki borðað matinn á leikskólanum og það eru fleiri í mínum sporum. Jafnvel starfsmenn sem skjótast heim og borða þar í hádeginu. Ég kem með nesti að heiman. Mínar aðstæður eru svo kannski verri en hjá mörgum þar sem ég veiktist af myglu í grunnskóla fyrir tveimur árum og mun aldrei jafna mig í slímhúð í munni þar sem myglusveppur tók sér bólfestu þar eftir að ég andaði að mér gróum við kennslu. Jú, jú, það þýðir að ég get ekki neytt matar sem inniheldur efni sem fæðir sveppinn minn. Ég er á sérstöku mataræði og kem því, eins og ég segi, með mat að heiman sem ég hita upp á kaffistofunni. Allt í góðu með það. Ferlið tekur mig að lágmarki 30 mínútur. Þær 10 mínútur sem ég á eftir nota ég í það að fá mér einn tebolla eftir að ég er búin að ganga frá eftir mig. Ég sest í sófann og leyfi mér að slaka á í þessar 10 mínútur og njóta með tebollann og koma endurnærð aftur inn á deild. Þannig að svarið er einfaldlega nei, ég næ ekki að matast og njóta þess að borða á þessum 15 mínútum. Ég þarf að lágmarki þessar 30 mínútur sem tilteknar eru um matartíma í kjarasamningi og eru nú 40 mínútna kaffitími sem ég hef ennþá forræði yfir og gera mér kleift að matast á reglubundnum tímum. Er verið að ræna mig blinda á hábjörtum degi? Aftur að ísköldu blekkingunni. Vinnustytting á leikskóla virkar þannig að ég gef frá mér forræði yfir kaffitímanum og fæ í staðinn þessar 15 mínútur í neysluhlé (sem duga fyrir klósettferð, græja hádegismatinn og rétt bragða á honum). Í staðinn þá er þessum mínútum sem ég NB GAF FRÁ MÉR færðar yfir á annan dag sem kallast, jú bíðið (eða „wait for it“) vinnustytting sem nemur ca. 7 klst og 18 mín skv. mínum útreikningum. Hvernig getur það kallast vinnustytting? Fyrir mína parta kallast það tilfærsla á vinnutímanum mínum. Ég er ekki að fá neitt kæru lesendur. Og ekki nóg með það, haldið ykkur fast í sætunum ykkar, ef ég veikist á þessum „tilfærsla á vinnutíma degi“, þá fæ ég ekki lengur vinnutímann sem ég gaf frá mér og leyfði þeim að færa yfir á annan dag. Mig langar að sletta á ensku núna (ég reyndi að þýða þetta en það bara hljómar ekki eins): „They are robbing me blind in broad dayligth“ já mér líður einfaldlega þannig að það sé verið að blekkja mig og ræna mig. Já ágæti lesandi ég tek svo stórt til orða. Ekki nóg með það, eins og staðan er í dag þá er minn vinnustaður mjög liðlegur þegar kemur að því að ég fái að nýta mér heilsuvernd og læknisþjónustu. Ég var nýverið í krabbameinsbrjóstamyndatöku og skimun fyrir leghálskrabbameini. Ég hef nýtt mér faghandleiðslu í starfi hjá viðurkenndum fagaðila. Eftirfylgni vegna veikinda af myglu. Læknisskoðanir vegna veikinda barns. O.s.frv. Sveitarfélagið mitt gefur sig út fyrir að vera bæði barn- og fjölskylduvænt samfélag. Ég hef því fengið að sækja foreldraviðtöl og viðburði á vegum skóla barnsins míns sem og tómstundum. Samkvæmt rannsóknum um líðan barna þá hefur þátttaka foreldra og viðvera þeirra á meðal annars viðburðum sem tengjast skóla-, tómstunda- og frístundastarfi mikið forvarnargildi. Það skiptir því máli að foreldrar sæki slíka viðburði og sveitarfélagið hefur stutt við það. En nú má búast við að breyting verði þar ár eða hvað? Samkvæmt þeirri umræðu sem hefur skapast á meðal leikskólakennara og starfsmanna í leikskóla þá virðist sem, og ég sé það á þeim gögnum sem ég hef undir höndum núna og varða vinnustyttingu, að ALLT skrepp á vinnutíma skal skrá niður og það verður dregið af vinnustyttingu í næsta mánuði á eftir. Það þykir mér skrýtið einmitt vegna þess að það stingur í stúfa við barn- og fjölskylduvæn samfélög. Ég fékk þessar upplýsingar um málið þegar ég spurði hvort það væri löglegt, eða brot á kjarasamningi, að leyfa mér EKKI að fara til læknis á vinnutíma án þess að það væri dregið af laununum mínum: „Í vinnuverndarlögum er hins vegar eftirfarandi grein: 69. gr. Atvinnurekandi skal tryggja, að heilsuverndareftirlit, læknisskoðanir, mælingar og rannsóknir valdi ekki tekjutapi starfsmanna“. Ég hugsaði þá með mér, okey, það er verið að tryggja að ég geti ennþá farið til læknis og í skoðanir sem tengjast heilsu minni án þess að það verði dregið af laununum mínum. Afsakið ensku sletturnar en LOL, nei, nei! Það skal aðeins tryggja að það valdi ekki tekjutapi og það gerir það ekki ef það er dregið frá vinnustyttingu. En HALLÓ, munið að ég gaf þeim vinnustyttinguna sjálf, það er minn tími og ég gaf þeim forræði á honum með því að vinna meira aðra daga og færa stóran hluta af kaffitímanum mínum yfir á þennan svokallaða vinnustyttingadag. Allt í einu líður mér eins og það verði þannig að leikskóli sem vinnustaður verði fjandsamlegur í garð starfsfólks síns. Mér líður eins og það verði treyst á að ALLT skrepp færist yfir á vinnustyttingadag og ef ekki þá verði það dregið af starfsfólki og með þeim hætti verði hægt að draga úr forföllum starfsfólks í leikskóla. Ég veit ekki, ég er ekki að skreppa mikið af mínum vinnustað nema nauðsyn krefji. Ég á ekki von á því að klausan um skrepp hafi mikil áhrif á mig fyrir utan það að mér finnst mjög skrýtið að ætlast eigi til þess að starfsfólk geti ráðið því hvernig heilsan er og að snúningur í tengslum við það eigi að fara fram á vinnustyttingardegi (heilbrigðisþjónusta virkar ekki þannig að maður fái alltaf tíma á þeim degi sem óskað er eftir). Tilgangur vinnustyttingar Ég hef lesið mér til um tilgang vinnustyttingar og upphaflegi tilgangur vinnustyttingar var að auka lífsgæði fólks, veita fjölskyldum meiri tíma saman og á móti hafa minni viðveru í vinnu. Markmið lagafrumvarpsins um styttingu vinnuvikunnar var að auka réttindi fólks án þess að ganga á samningsrétt þess. Eins var komið inn á það í ferli lagafrumvarpsins að hæpið væri að grundvöllur væri fyrir styttingu á vinnutíma nema að það gerðist án kjaraskerðinga. Það kemur hvergi fram að vinnustytting átti að nýtast til þess að sinna heilsuvernd og læknisskoðunum. Eflaust er orðið tímabært að endurskoða í hverju heilsuvernd og læknisskoðun felst og hversu mikið á að leyfa skrepp vegna þess. Heyra tannlæknisskoðanir fjölskyldunnar þar undir, tannréttingar, augnlæknaskoðanir, sálfræðitímar og fleira? Ég meina við erum jafn misjöfn og við erum mörg og heilsa fólks jafn fjölbreytt. Það er mjög erfitt að ætla öllum að geta nýtt vinnustyttingu eingöngu til slíkra hluta. Hvað með að vera virkur þátttakandi í lífi barnsins síns, mæta í foreldraviðtöl, taka þátt í viðburðum á vegum skóla, mæta með barni á æfingu og taka spjall við þjálfarann um hvernig gengur, sækja foreldraviðtal í tónlistarskóla barnsins og fleira? Við þurfum að gera þetta allt saman á dagvinnutíma og það gefur auga leið að vinnustytting ein og sér er aldrei að ná utan um þetta eingöngu. Hvort sem það er hluti úr degi, eins og vinnustyttingin mín er núna, 13 mín á dag sem safnast saman yfir mánuðinn. Einn heill dagur (sem ég reikna út að ég fæ í þessu nýja fyrirkomulagi án þess að gefa nokkuð frá mér) og svo til viðbótar dagur 2 sem ég kalla „tilfærsla á vinnutíma degi“ þar sem ég gef forræði yfir kaffitímanum mínum. Í leikskólum er orðið landlægt vandamál, að manna stöðugildi leikskólans og fá hæft starfsfólk til starfa. Ég hef ekki séð eins lágar tölur lærðra leikskólakennara starfandi í leikskólum eða aðeins 28% árið 2019 og lægra í einkareknum leikskólum. Mín upplifun er sú að þessi vinnustyttingardagur sem ég er að gefa sjálfri mér einu sinni í mánuði með því að gefa forræði yfir kaffitímanum og í raun líka yfir neysluhléinu muni gagnast til þess að lokka að starfsfólk í leikskóla þar sem á móti mun myndast annað vandamál. Hvernig á að manna þessa tvo vinnustyttingardaga í mánuði fyrir hvern starfsmann eins og deildinni minni? Þá erum við að tala um 8 daga í mánuði, sem er nær hálfur mánuður, þar sem við erum einum starfsmanni undir eða erum þá aðeins 3 starfsmenn á deild, sem ég veit að nægir ekki til þess að halda uppi gæðum og þjónustustigi í starfsemi á deild. Annað, þá er ég ekki að taka inn í jöfnuna veikindi starfsmanna eða veikindi barna starfsfólks og auðvitað annað skrepp starfsfólks af vinnustaðnum. Ég get sagt ykkur það strax og ég hef sagt stjórnendum mínum það, deildin mín er ekki starfshæf á 3 starfsmönnum! Markmið breytinganna sem voru meðal annars að auka skilvirkni og bæta gæði þjónustu á ekki lengur við þegar starfsmenn á deild eru orðnir 3. Það gefur auga leið, ég þarf að fá auka manneskju inn til þess að tryggja það að starfsmaður er ekki einn með barnahópinn. Það snýst ekki um það hvort ég geti verið ein með hópinn eða ekki, það snýst um öryggi barnanna. Þegar á botninn er hvolft þá er verið að biðja leikskólakennara og starfsmenn leikskóla að hlaupa hraðar í aðstæðum þar sem nú þegar er verið að leggja sig fram um að hlaupa aðeins hraðar, og á mörgum leikskólum myndu stjórnendur, leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla segja ykkur að það sé nú þegar yfir þolmörkum. Umræðan um vöntun á starfsfólki leikskóla hefur farið hátt undanfarið og sveitarfélögin leita öll leiða til þess að bregðast við því, hvert með sínum hætti. Útfærslan á fullri vinnustyttingu í leikskóla með því að biðja leikskólakennara og starfsfólk leikskóla að gefa forræði yfir kaffitíma er að mínu viti alveg galið. Og að það þurfi að tryggja okkur lágmarks neysluhlé með vísan í EES tilskipun, annars hvað? Áttum við þá bara að fá enga pásu yfir daginn í vinnunni eða kannski bara að semja alveg upp á nýtt um það að dreifa vinnustyttingunni (sem ég var að fá) yfir mánuðinn fyrir svona ca. 15 mínútna kaffipásu daglega? Nei, ég sé ekkert nema fáránleika í þessu eftir að hafa kynnt mér þetta betur. Meirihluti starfsfólks í leikskóla eru konur. Konur, þurfum við að rísa upp og berjast aftur fyrir þeim réttindum sem formæður okkar tryggðu sér, og okkur, í þeirra kjara- og réttindabaráttu? Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Leikskólar Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Svo ég geti fengið 36 stunda vinnuviku í staðinn fyrir 40 þá þarf ég að „gefa eftir forræði yfir kaffitímanum mínum“. Athyglisvert í ljósi þess að margar aðrar starfsstéttir fá einfaldlega vinnustyttingu, eins og nafnið segir til um, styttingu á vinnutíma en halda sömu launum og fullum kaffitíma. Jú því það var nú tilgangurinn með vinnustyttingu, að launafólk fengi styttingu á vinnutíma en héldi sömu launum, sem sé yrði ekki fyrir kjaraskerðingu. Takið eftir ágætu lesendur, þetta á ekki við um leikskólakennara. Óh nei. Neysluhlé er skv. EES tilskipun Ég er að kynna mér vinnustyttingu, betri vinnutími, betur vegna þess að nú á að kjósa um fulla vinnustyttingu á mínum vinnustað sem er leikskóli. Mér var tjáð að kaffi- og hádegistíminn minn myndi styttast og í staðinn fengi ég eitthvað sem kallast neysluhlé. Ja hérna, hvað er það? Neysluhlé minnir mig á eitthvað frá löndum sem halda fólki í gíslingu í vinnunni og á að tryggja að atvinnurekandinn gefi fólki smá pásu á meðan því er þrælað út, en svo segir: „Það er EES tilskipun sem kveður á um að ólöglegt er að veita ekki að lágmarki 15 mín neysluhlé yfir daginn“. Kæru lesendur við erum að tala um algjöra lágmarkspásu yfir fullan vinnudag. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég gæti bara einfaldlega náð að borða hádegismat á þessum tíma og svarið er auðvitað STÓRT NEI. Má ég stuðla að góðri heilsu minni og vellíðan í starfinu? Vinnustytting á leikskóla felur í sér að starfsfólk gefi kjarasamningsbundinn kaffitíma frá sér. „Á venjulegum vinnudegi skulu vera tveir kaffitímar 15 mínútur fyrir hádegi og 20 mínútur eftir hádegi, og teljast þeir til vinnutíma“. Ég held að á mörgum leikskólum hafi verið tekið upp á því að sameina þessa tvo kaffitíma í einn (35-40 mínútur) yfir hádegistímann á milli klukkan 11:30 til 13:30. Ástæðan fyrir því hafi að stórum hluti verið vegna þess að erfitt var að tryggja nægilegt starfsfólk á deild með börnunum þegar starfsfólk átti að fara í kaffi. Ég starfaði á leikskóla á árunum 2013-2015 og þá var þetta orðið stórt vandamál. Við starfsfólkið vorum að berjast fyrir því að vera ekki skilin eftir ein á deild með 24 börn í 20 mínútur. En það kom alveg fyrir, sérstaklega á þeim dögum þegar mikið var um veikindi starfsfólks og ekki var nægilegur fjöldi starfsfólks í afleysingu. Það er alveg efni í aðra grein, um hvað átti sér stað þá og stefndi öryggi barna í hættu. Sem betur fer voru þessar breytingar gerðar til þess að mæta því! Um matartíma segir: „Matartími skal vera á tímabilinu frá kl. 11:30 til 13:30. Matartími skal vera 30 mín. og telst ekki til vinnutíma“. Eins og segi, almennt þá er aðeins kaffitíminn eftir, og leikskólakennarar löngu hættir að nýta sér þessar 30 mínútur utan vinnutíma í mat. Eins og staðan er hjá mér, í starfi í dag, þá fæ ég 40 mínútur í kaffi- og hádegismat á bilinu kl. 11:30-13:30. Það er eina pásan sem ég tek yfir daginn og ég nota hana til þess að nærast. Hversu oft hef ég heyrt þetta viðkvæði: „Já en þið borðið með börnunum á vinnutíma þannig að þið þurfið ekki svona langan hádegismat“. Þetta segir fólk sem veit ekkert um leikskólastarf. Til þess að koma því við að allir starfsmenn á leikskóla fái hádegismat á þeim tíma sem kjarasamningur segir til um þá skiptum við okkur niður. Á elstu og næst elstu deild eru 4 starfsmenn starfandi yfir daginn. Skiptingin gerir ráð fyrir því að það séu alltaf að lágmarki tveir starfsmenn saman með hópinn til þess að tryggja öryggi barnanna. Á leikskóla skilur starfsmaður EKKI barnahópinn eftir aleinan því slysin gera ekki boð á undan sér og skyndilega fer eitthvað úrskeiðis eins og barn sem fer sér að voða. Mér líður eins og ég þurfi að taka þetta skýrt fram, undir engum kringumstæðum á að skilja starfsmann eftir til lengri tíma með barnahóp á leikskóla eins síns liðs! Ég vona að við getum öll verið sammála um það! Það þýðir jú að daglega eru tveir starfsmenn á deild sem geta KANNSKI neytt matar með barnahópnum (athugið að það starfa fleiri en 4 kennarar á deildum með yngri hópum og þá er lögð áhersla á að hvert borð barna hafi einn kennara). Þegar ég segi KANNSKI þá er staðan orðin þannig að margir leikskólar hafa matstofu eða hlaðborð þar sem börnin skenka sér sjálf og þá eiga starfsmenn EKKI að borða eða sitja við borð með þeim heldur vera á ferðinni og aðstoða þau. Að mínu mati út frá þekkingu minni og reynslu af leikskólastarfi þá er mikilvægt að leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla fái tækifæri til þess að setjast niður og neyta matar. Skv. ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis segir m.a. að mikilvægt er að borða fjölbreytta fæðu, hafa reglu á máltíðum og njóta þess að borða því það stuðli m.a. að góðri heilsu og vellíðan. Þannig megi minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Ég hafði mínar efasemdir um það hvort ég næði að neyta matar með þeim hætti í 15 mínútna neysluhléi. Ég ákvað að tímasetja mig í hádeginu, frá því ég fór af deildinni í hádegismat og kom aftur inn á deild 40 mín síðar. Mínar aðstæður eru þannig að ég get ekki borðað matinn á leikskólanum og það eru fleiri í mínum sporum. Jafnvel starfsmenn sem skjótast heim og borða þar í hádeginu. Ég kem með nesti að heiman. Mínar aðstæður eru svo kannski verri en hjá mörgum þar sem ég veiktist af myglu í grunnskóla fyrir tveimur árum og mun aldrei jafna mig í slímhúð í munni þar sem myglusveppur tók sér bólfestu þar eftir að ég andaði að mér gróum við kennslu. Jú, jú, það þýðir að ég get ekki neytt matar sem inniheldur efni sem fæðir sveppinn minn. Ég er á sérstöku mataræði og kem því, eins og ég segi, með mat að heiman sem ég hita upp á kaffistofunni. Allt í góðu með það. Ferlið tekur mig að lágmarki 30 mínútur. Þær 10 mínútur sem ég á eftir nota ég í það að fá mér einn tebolla eftir að ég er búin að ganga frá eftir mig. Ég sest í sófann og leyfi mér að slaka á í þessar 10 mínútur og njóta með tebollann og koma endurnærð aftur inn á deild. Þannig að svarið er einfaldlega nei, ég næ ekki að matast og njóta þess að borða á þessum 15 mínútum. Ég þarf að lágmarki þessar 30 mínútur sem tilteknar eru um matartíma í kjarasamningi og eru nú 40 mínútna kaffitími sem ég hef ennþá forræði yfir og gera mér kleift að matast á reglubundnum tímum. Er verið að ræna mig blinda á hábjörtum degi? Aftur að ísköldu blekkingunni. Vinnustytting á leikskóla virkar þannig að ég gef frá mér forræði yfir kaffitímanum og fæ í staðinn þessar 15 mínútur í neysluhlé (sem duga fyrir klósettferð, græja hádegismatinn og rétt bragða á honum). Í staðinn þá er þessum mínútum sem ég NB GAF FRÁ MÉR færðar yfir á annan dag sem kallast, jú bíðið (eða „wait for it“) vinnustytting sem nemur ca. 7 klst og 18 mín skv. mínum útreikningum. Hvernig getur það kallast vinnustytting? Fyrir mína parta kallast það tilfærsla á vinnutímanum mínum. Ég er ekki að fá neitt kæru lesendur. Og ekki nóg með það, haldið ykkur fast í sætunum ykkar, ef ég veikist á þessum „tilfærsla á vinnutíma degi“, þá fæ ég ekki lengur vinnutímann sem ég gaf frá mér og leyfði þeim að færa yfir á annan dag. Mig langar að sletta á ensku núna (ég reyndi að þýða þetta en það bara hljómar ekki eins): „They are robbing me blind in broad dayligth“ já mér líður einfaldlega þannig að það sé verið að blekkja mig og ræna mig. Já ágæti lesandi ég tek svo stórt til orða. Ekki nóg með það, eins og staðan er í dag þá er minn vinnustaður mjög liðlegur þegar kemur að því að ég fái að nýta mér heilsuvernd og læknisþjónustu. Ég var nýverið í krabbameinsbrjóstamyndatöku og skimun fyrir leghálskrabbameini. Ég hef nýtt mér faghandleiðslu í starfi hjá viðurkenndum fagaðila. Eftirfylgni vegna veikinda af myglu. Læknisskoðanir vegna veikinda barns. O.s.frv. Sveitarfélagið mitt gefur sig út fyrir að vera bæði barn- og fjölskylduvænt samfélag. Ég hef því fengið að sækja foreldraviðtöl og viðburði á vegum skóla barnsins míns sem og tómstundum. Samkvæmt rannsóknum um líðan barna þá hefur þátttaka foreldra og viðvera þeirra á meðal annars viðburðum sem tengjast skóla-, tómstunda- og frístundastarfi mikið forvarnargildi. Það skiptir því máli að foreldrar sæki slíka viðburði og sveitarfélagið hefur stutt við það. En nú má búast við að breyting verði þar ár eða hvað? Samkvæmt þeirri umræðu sem hefur skapast á meðal leikskólakennara og starfsmanna í leikskóla þá virðist sem, og ég sé það á þeim gögnum sem ég hef undir höndum núna og varða vinnustyttingu, að ALLT skrepp á vinnutíma skal skrá niður og það verður dregið af vinnustyttingu í næsta mánuði á eftir. Það þykir mér skrýtið einmitt vegna þess að það stingur í stúfa við barn- og fjölskylduvæn samfélög. Ég fékk þessar upplýsingar um málið þegar ég spurði hvort það væri löglegt, eða brot á kjarasamningi, að leyfa mér EKKI að fara til læknis á vinnutíma án þess að það væri dregið af laununum mínum: „Í vinnuverndarlögum er hins vegar eftirfarandi grein: 69. gr. Atvinnurekandi skal tryggja, að heilsuverndareftirlit, læknisskoðanir, mælingar og rannsóknir valdi ekki tekjutapi starfsmanna“. Ég hugsaði þá með mér, okey, það er verið að tryggja að ég geti ennþá farið til læknis og í skoðanir sem tengjast heilsu minni án þess að það verði dregið af laununum mínum. Afsakið ensku sletturnar en LOL, nei, nei! Það skal aðeins tryggja að það valdi ekki tekjutapi og það gerir það ekki ef það er dregið frá vinnustyttingu. En HALLÓ, munið að ég gaf þeim vinnustyttinguna sjálf, það er minn tími og ég gaf þeim forræði á honum með því að vinna meira aðra daga og færa stóran hluta af kaffitímanum mínum yfir á þennan svokallaða vinnustyttingadag. Allt í einu líður mér eins og það verði þannig að leikskóli sem vinnustaður verði fjandsamlegur í garð starfsfólks síns. Mér líður eins og það verði treyst á að ALLT skrepp færist yfir á vinnustyttingadag og ef ekki þá verði það dregið af starfsfólki og með þeim hætti verði hægt að draga úr forföllum starfsfólks í leikskóla. Ég veit ekki, ég er ekki að skreppa mikið af mínum vinnustað nema nauðsyn krefji. Ég á ekki von á því að klausan um skrepp hafi mikil áhrif á mig fyrir utan það að mér finnst mjög skrýtið að ætlast eigi til þess að starfsfólk geti ráðið því hvernig heilsan er og að snúningur í tengslum við það eigi að fara fram á vinnustyttingardegi (heilbrigðisþjónusta virkar ekki þannig að maður fái alltaf tíma á þeim degi sem óskað er eftir). Tilgangur vinnustyttingar Ég hef lesið mér til um tilgang vinnustyttingar og upphaflegi tilgangur vinnustyttingar var að auka lífsgæði fólks, veita fjölskyldum meiri tíma saman og á móti hafa minni viðveru í vinnu. Markmið lagafrumvarpsins um styttingu vinnuvikunnar var að auka réttindi fólks án þess að ganga á samningsrétt þess. Eins var komið inn á það í ferli lagafrumvarpsins að hæpið væri að grundvöllur væri fyrir styttingu á vinnutíma nema að það gerðist án kjaraskerðinga. Það kemur hvergi fram að vinnustytting átti að nýtast til þess að sinna heilsuvernd og læknisskoðunum. Eflaust er orðið tímabært að endurskoða í hverju heilsuvernd og læknisskoðun felst og hversu mikið á að leyfa skrepp vegna þess. Heyra tannlæknisskoðanir fjölskyldunnar þar undir, tannréttingar, augnlæknaskoðanir, sálfræðitímar og fleira? Ég meina við erum jafn misjöfn og við erum mörg og heilsa fólks jafn fjölbreytt. Það er mjög erfitt að ætla öllum að geta nýtt vinnustyttingu eingöngu til slíkra hluta. Hvað með að vera virkur þátttakandi í lífi barnsins síns, mæta í foreldraviðtöl, taka þátt í viðburðum á vegum skóla, mæta með barni á æfingu og taka spjall við þjálfarann um hvernig gengur, sækja foreldraviðtal í tónlistarskóla barnsins og fleira? Við þurfum að gera þetta allt saman á dagvinnutíma og það gefur auga leið að vinnustytting ein og sér er aldrei að ná utan um þetta eingöngu. Hvort sem það er hluti úr degi, eins og vinnustyttingin mín er núna, 13 mín á dag sem safnast saman yfir mánuðinn. Einn heill dagur (sem ég reikna út að ég fæ í þessu nýja fyrirkomulagi án þess að gefa nokkuð frá mér) og svo til viðbótar dagur 2 sem ég kalla „tilfærsla á vinnutíma degi“ þar sem ég gef forræði yfir kaffitímanum mínum. Í leikskólum er orðið landlægt vandamál, að manna stöðugildi leikskólans og fá hæft starfsfólk til starfa. Ég hef ekki séð eins lágar tölur lærðra leikskólakennara starfandi í leikskólum eða aðeins 28% árið 2019 og lægra í einkareknum leikskólum. Mín upplifun er sú að þessi vinnustyttingardagur sem ég er að gefa sjálfri mér einu sinni í mánuði með því að gefa forræði yfir kaffitímanum og í raun líka yfir neysluhléinu muni gagnast til þess að lokka að starfsfólk í leikskóla þar sem á móti mun myndast annað vandamál. Hvernig á að manna þessa tvo vinnustyttingardaga í mánuði fyrir hvern starfsmann eins og deildinni minni? Þá erum við að tala um 8 daga í mánuði, sem er nær hálfur mánuður, þar sem við erum einum starfsmanni undir eða erum þá aðeins 3 starfsmenn á deild, sem ég veit að nægir ekki til þess að halda uppi gæðum og þjónustustigi í starfsemi á deild. Annað, þá er ég ekki að taka inn í jöfnuna veikindi starfsmanna eða veikindi barna starfsfólks og auðvitað annað skrepp starfsfólks af vinnustaðnum. Ég get sagt ykkur það strax og ég hef sagt stjórnendum mínum það, deildin mín er ekki starfshæf á 3 starfsmönnum! Markmið breytinganna sem voru meðal annars að auka skilvirkni og bæta gæði þjónustu á ekki lengur við þegar starfsmenn á deild eru orðnir 3. Það gefur auga leið, ég þarf að fá auka manneskju inn til þess að tryggja það að starfsmaður er ekki einn með barnahópinn. Það snýst ekki um það hvort ég geti verið ein með hópinn eða ekki, það snýst um öryggi barnanna. Þegar á botninn er hvolft þá er verið að biðja leikskólakennara og starfsmenn leikskóla að hlaupa hraðar í aðstæðum þar sem nú þegar er verið að leggja sig fram um að hlaupa aðeins hraðar, og á mörgum leikskólum myndu stjórnendur, leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla segja ykkur að það sé nú þegar yfir þolmörkum. Umræðan um vöntun á starfsfólki leikskóla hefur farið hátt undanfarið og sveitarfélögin leita öll leiða til þess að bregðast við því, hvert með sínum hætti. Útfærslan á fullri vinnustyttingu í leikskóla með því að biðja leikskólakennara og starfsfólk leikskóla að gefa forræði yfir kaffitíma er að mínu viti alveg galið. Og að það þurfi að tryggja okkur lágmarks neysluhlé með vísan í EES tilskipun, annars hvað? Áttum við þá bara að fá enga pásu yfir daginn í vinnunni eða kannski bara að semja alveg upp á nýtt um það að dreifa vinnustyttingunni (sem ég var að fá) yfir mánuðinn fyrir svona ca. 15 mínútna kaffipásu daglega? Nei, ég sé ekkert nema fáránleika í þessu eftir að hafa kynnt mér þetta betur. Meirihluti starfsfólks í leikskóla eru konur. Konur, þurfum við að rísa upp og berjast aftur fyrir þeim réttindum sem formæður okkar tryggðu sér, og okkur, í þeirra kjara- og réttindabaráttu? Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun