Jón Gunnar Ottósson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 09:30 Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil. Vísir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands er látinn. Hann var 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“ Andlát Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“
Andlát Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“