Jón Gunnar Ottósson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 09:30 Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil. Vísir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands er látinn. Hann var 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“ Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“
Andlát Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira