Erlent

Hun­ter Biden á­kærður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hunter Biden er sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta.
Hunter Biden er sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta. AP/Julio Cortez

Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Lögmaður Biden hefur sakað sérstakan saksóknara í málinu, Davis Weiss, um að gefa undan pólitískum þrýstingi í málinu. Hann tók við því þegar samkomulag milli Biden og yfirvalda um vægari sakir fór út um þúfur fyrir um tveimur mánuðum.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sonur sitjandi forseta er ákærður fyrir brot á alríkislögum. Biden á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, fyrir að hafa logið að byssusalanum um eiturlyfjanotkun sína og fyrir að eiga skotvopn sem eiturlyfjaneytandi.

Málið þykir líklegt til að verða föður hans fjötur um fót í forsetakosningunum á næsta ári en sjálfur glímir Joe Biden nú við tilraunir Repúblikana á þinginu sem freista þess að gefa út ákærur á hendur honum í tengslum við viðskipti sonarins.

Rannsóknin á Hunter hefur staðið yfir í um fimm ár og Weiss segir ekki útilokað að fleiri ákærður verði gefnar út á hendur honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×