Lífið

Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes og Ólöf leika í fyrsta sinn saman.
Jóhannes og Ólöf leika í fyrsta sinn saman.

Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær hitti Sindri Sindrason aðalleikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson og dóttur hans, Ólöfu Höllu Jóhannesdóttur, sem fer einnig með hlutverk í myndinni.

„Myndin er augljóslega að fara vel í landann, enda er þetta aðsóknarmesta myndin og allir ánægðir,“ segir Jóhannes og bætir við að hann er mjög spenntur að sjá dóttur sína í myndinni. Jóhannes hefur verið við tökur í Róm á Ítalíu að undanförnu og hefur því ekki náð að sjá Kulda í kvikmyndahúsi.

„Það er auðvitað aðalmálið, að sjá dóttur mína. Hún leikur einmitt dóttir mína í myndinni. Og hún er með svolítið stórt og veigamikið hlutverk.“

„Þetta er fyrsta stóra hlutverkið mitt í mynd. Ég var að leika eitthvað lítið hlutverk í Kanarí þáttunum og ég hef verið í leiklist síðan ég var átta, níu ára. Ég leik unglingsstelpu sem er búin að missa mömmu sína. Hún býr hjá pabba sínum sem hefur aldrei hugsað um hana. Það er erfitt fyrir þau að búa saman, þau ná ekki vel saman,“ segir Ólöf og þá greip Jóhannes orðið: „Og það er ekkert eins og í raunveruleikanum heima hjá okkur.“

Einnig hitti Sindri höfund sögunnar, Yrsu Sigurðardóttur, en innslagið má sjá í heild sinni á Stöð 2+ en hér að neðan má sjá brot úr því.

Klippa: Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.