Of lítið, of seint Elvar Örn Friðriksson skrifar 13. september 2023 13:01 Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar