Sárnar fréttirnar og segir ágóðann renna til góðgerðarmála Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 14:01 John Terry er ekki sáttur við að fjölmiðlar hafi ekki greint frá því að hann sé að safna peningum til góðgerðarmála með því að rukka fyrir eiginhandaráritanir. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segir að allur ágóði af „Kvöld með John Terry,“ nýjum viðburði þar sem aðdáendum gefst tækifæri á að hitta Chelsea-goðið, renni til góðgerðarstarfsemi. Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation) Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation)
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira