West Ham útilokar ekki að sækja félagslausan Lingard Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 11:00 Jesse Lingard átti frábært tímabil með West Ham er hann gekk til liðs við félagið á láni árið 2021. Justin Tallis - Pool/Getty Images Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað fyrir tæpum tveimur vikum síðan berast enn fréttir af mögulegum félagsskiptum leikmanna. Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við. Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Lið geta enn sótt leikmenn sem eru án félags og því er enn möguleiki á að bæta við sig fyrir tímabilið sem nú er nýhafið. Einn þeirra leikmanna sem eru án félags er Englendingurinn Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Lingard var á láni hjá West Ham seinni hluta tímabilsins 2020-2021 eftir nokkur mögur ár hjá uppeldisfélagi sínu, Manchester United. Hjá West Ham blómstraði Lingard og skoraði níu mörk í 16 deildarleikjum fyrir félagið. Hann ákvað þó að snúa aftur til United að lánstímanum loknum, en tækifærin í Manchester-borg voru af skornum skammti. Hann gekk að lokum í raðir Nottingham Forest fyrir síðasta tímabil, en yfirgaf félagið í sumar og er nú án félags. Þessi þrítugi fyrrverandi landsliðsmaður Englands hefur hins vegar æft með West Ham undanfarnar vikur og Davið Moyes, þjálfari liðsins, útilokar ekki að Lingard gæti unnið sér inn samning við liðið. 🗣️🎙️David Moyes on Jesse LingardThoughts? ( @talkSPORT ) pic.twitter.com/GXjVHD4ysQ— West Ham Network (@westhamnetwork) September 12, 2023 „Jesse er búinn að æfa með okkur síðustu þrjár vikur og er búinn að bæta sig mikið síðan þá,“ sagði Moyes í útvarpsþættinum The Sports Breakfast Show. „Hann er í góðu formi. Mun betra formi en þegar hann kom til okkar og ég verð að segja að þegar Jesse gekk til liðs við okkur fyrir tveimur árum þá held ég að hann hafi skorað níu mörk í 15 leikjum og átti virkilega stóran þátt í að koma okkur í Evrópukeppni í fyrsta sinn.“ „Ég vil að hann fái tækifæri til að koma sér aftur í gott stand og svo sjáum við til hvernig honum gengur,“ bætti Moyes við.
Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira