FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 08:31 FH-ingar máttu bíta í það súra epli að þurfa sætta sig við tap þrátt fyrir að hafa náð inn því sem virðist löglegu jöfnunarmarki gegn Þrótti Reykjavík í gær Vísir/Samsett mynd Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. „Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira