Hefja formlega rannsókn á Biden Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 20:17 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í dag að Repúblikanar hefðu uppgötvað „spillingarmenningu“ í fjölskyldu Joe Biden, forseta. AP/J. Scott Applewhite Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Rannsóknin fer fram í þremur nefndum þingsins og er leidd af þingmönnunum James Comer, sem leiðir eftirlitsnefnd þingsins, Jim Jordan, sem leiðir dómsmálanefndina, og Jason T. Smith, sem leiðir fjármálanefndina. Þegar hann tilkynnti ákvörðun sína sagði McCarthy að Repúblikanar hefðu svipt hulunni af „spillingarmenningu“ innan fjölskyldu Bidens og fundið trúverðugar ásakanir um spillingu. Segja McCarthy í kosningabaráttu fyrir Trump Demókratar á þingi segja McCarthy og félaga vera að beita þinginu í kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem þykir líklegastur til að hljóta aftur tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári. Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann var svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur tvisvar sinnum verið ákærður fyrir embættisbrot og hefur hann verið mjög reiður yfir því. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Demókratar segja einnig að með þessu vilji Repúblikanar setja samansemmerki milli Trumps og Bidens og grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot. Markmiðið sé að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Jerrold Nadler, æðsti þingmaður Demókrata í dómsmálanefndinni, segir Repúblikana ekki nærri því að sýna fram á tilefni til að hefja þessa formlegu rannsókn. Þar að auki segir hann, samkvæmt Washington Post, að Repúblikanar hafi ekki sýnt bandarísku þjóðinni fram á að tilefni sé til þessa og það muni koma niður á þeim fyrr en seinna. Talsmenn framboðs Bidens og Kamöllu Harris, segja rannsóknir Repúblikana innihaldslausar og að McCarthy virðist vera að vinna við framboð Trumps. Í yfirlýsingu frá framboðinu segir að Repúblikanar hafi varið rúmum fjórum árum í að rannsaka sömu samsæriskenningarnar. In a statement, Biden/Harris campaign spox Ammar Moussa blasts House GOP's "baseless impeachment inquiry," calling Speaker Kevin McCarthy "the Trump campaign s super-surrogate," who's turned the House into "an arm of his presidential campaign." pic.twitter.com/2RAha90oNL— DJ Judd (@DJJudd) September 12, 2023 Sagður undir þrýstingi þingmanna Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp öfgafullra hægri sinnaðra meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. Sjá einnig: McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Þingmenn fulltrúadeildarinnar, sem komu fyrst saman eftir frí í gær, eiga erfiðan mánuð í vændum. Þingið þarf að samþykkja nýtt frumvarp um fjármögnun ríkisins fyrir lok 30. september en McCarthy er sagður hafa átt erfitt með að afla stuðnings fyrir frumvarp sitt. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa áðurnefndir þingmenn, sem tilheyra hópi sem á ensku kallast House Freedom Caucus og inniheldur meðal annars þingmenn Marjorie Taylor Greene og Matt Gatez, staðið í vegi McCarthy þegar kemur að áðurnefndu frumvarpi. Þessir þingmenn, sem eru miklir stuðningsmenn Trumps, eru sagðir hafa krafist þess að McCarthy hæfi rannsókn á Biden og annars myndu þeir ekki samþykkja frumvarpið. AP segir það hafa vakið mikla athygli að McCarthy hafi tekið þessa ákvörðun án þess að ræða við allan þingflokk sinn. Því sé óljóst hvort hann njóti yfir höfuð stuðnings nægilegra margra þingmanna sinna. Ákærður vegna byssukaupa Á þessu kjörtímabili, og jafnvel lengur, hafa Repúblikanar á þingi varið miklu púðri í að rannsaka Biden feðgana, án þess þó að hafa geta sýnt fram á að Joe Biden hafi brotið af sér. Hunter Biden hefur einnig verið til rannsóknar hjá sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem sagðist nýverið ætla að ákæra hann fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu á árum áður. Hunter hafði einnig verið til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í mikilli neyslu fíkniefna. Saksóknarar og lögmenn hans höfðu komist að samkomulagi í því máli en ekki rættist úr því þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Rannsókn Repúblikana hefur að mestu beinst að þeim tíma þegar Hunter Biden sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma og að viðskiptum hans í Kína. Þeir hafa einnig kallað vitni fyrir þingið sem hafa haldið því fram að Dómsmálaráðuneytið hafi verndað Hunter Biden og dregið fæturna í að rannsaka feðgana. Ein þeirra þingnefnda sem hafa verið með Biden til rannsóknar um mánaðaskeið birti skýrslu í maí. Þar viðurkenndu þingmenn Repúblikanaflokksins að þeir hefðu engar vísbendingar fundið um að Joe Biden hefði brotið af sér, jafnvel þó þingmennirnir höfðu lengið gefið í skyn að forsetinn og fjölskylda hans hefðu framið glæpi og átt í spillingu. Krefst gagna um úkraínskan saksóknara James Comer, einn af leiðtogum rannsóknarinnar, krafðist þess í dag að utanríkisráðuneytið afhenti gögn um störf Bidens sem varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama. Hann sagðist vilja skilja það þegar Biden þrýsti á yfirvöld í Úkraínu á árum áður um að reka saksóknara sem heitir Viktor Shokin. Eins og áður hefur komið fram hafa Repúblikanar reglulega sakað Biden feðga um spillingu vegna orkufyrirtækisins Burisma, en Hunter sat í stjórn fyrirtækisins á árum áður. Repúblikanar saka Joe Biden um að hafa beitt sér til að reka saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. 1. september 2023 09:09 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. 9. ágúst 2023 23:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Rannsóknin fer fram í þremur nefndum þingsins og er leidd af þingmönnunum James Comer, sem leiðir eftirlitsnefnd þingsins, Jim Jordan, sem leiðir dómsmálanefndina, og Jason T. Smith, sem leiðir fjármálanefndina. Þegar hann tilkynnti ákvörðun sína sagði McCarthy að Repúblikanar hefðu svipt hulunni af „spillingarmenningu“ innan fjölskyldu Bidens og fundið trúverðugar ásakanir um spillingu. Segja McCarthy í kosningabaráttu fyrir Trump Demókratar á þingi segja McCarthy og félaga vera að beita þinginu í kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem þykir líklegastur til að hljóta aftur tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna á næsta ári. Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann var svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur tvisvar sinnum verið ákærður fyrir embættisbrot og hefur hann verið mjög reiður yfir því. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Demókratar segja einnig að með þessu vilji Repúblikanar setja samansemmerki milli Trumps og Bidens og grafa undan alvarleika þess að vera ákærður fyrir embættisbrot. Markmiðið sé að auðvelda kosningabaráttu Trumps. Jerrold Nadler, æðsti þingmaður Demókrata í dómsmálanefndinni, segir Repúblikana ekki nærri því að sýna fram á tilefni til að hefja þessa formlegu rannsókn. Þar að auki segir hann, samkvæmt Washington Post, að Repúblikanar hafi ekki sýnt bandarísku þjóðinni fram á að tilefni sé til þessa og það muni koma niður á þeim fyrr en seinna. Talsmenn framboðs Bidens og Kamöllu Harris, segja rannsóknir Repúblikana innihaldslausar og að McCarthy virðist vera að vinna við framboð Trumps. Í yfirlýsingu frá framboðinu segir að Repúblikanar hafi varið rúmum fjórum árum í að rannsaka sömu samsæriskenningarnar. In a statement, Biden/Harris campaign spox Ammar Moussa blasts House GOP's "baseless impeachment inquiry," calling Speaker Kevin McCarthy "the Trump campaign s super-surrogate," who's turned the House into "an arm of his presidential campaign." pic.twitter.com/2RAha90oNL— DJ Judd (@DJJudd) September 12, 2023 Sagður undir þrýstingi þingmanna Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og McCarthy hefur átt í miklum vandræðum með hóp öfgafullra hægri sinnaðra meðlima flokksins. Hann þurfti að verða við mörgum kröfum þeirra til að fá embætti þingforseta eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur og samningaviðræður. Síðan þá hafa þessir þingmenn ítrekað gefið í skyn að þeir gætu velt honum úr sessi, hvenær sem er. Ein af þeim kröfum sem McCarthy varð við til að verða þingforseti var að nú þarf eingöngu einn þingmaður að lýsa yfir vantrausti gegn honum til að atkvæðagreiðsla um vantraust fari fram. Sjá einnig: McCarthy kjörinn forseti fulltrúadeildar eftir fimmtán tilraunir Þingmenn fulltrúadeildarinnar, sem komu fyrst saman eftir frí í gær, eiga erfiðan mánuð í vændum. Þingið þarf að samþykkja nýtt frumvarp um fjármögnun ríkisins fyrir lok 30. september en McCarthy er sagður hafa átt erfitt með að afla stuðnings fyrir frumvarp sitt. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa áðurnefndir þingmenn, sem tilheyra hópi sem á ensku kallast House Freedom Caucus og inniheldur meðal annars þingmenn Marjorie Taylor Greene og Matt Gatez, staðið í vegi McCarthy þegar kemur að áðurnefndu frumvarpi. Þessir þingmenn, sem eru miklir stuðningsmenn Trumps, eru sagðir hafa krafist þess að McCarthy hæfi rannsókn á Biden og annars myndu þeir ekki samþykkja frumvarpið. AP segir það hafa vakið mikla athygli að McCarthy hafi tekið þessa ákvörðun án þess að ræða við allan þingflokk sinn. Því sé óljóst hvort hann njóti yfir höfuð stuðnings nægilegra margra þingmanna sinna. Ákærður vegna byssukaupa Á þessu kjörtímabili, og jafnvel lengur, hafa Repúblikanar á þingi varið miklu púðri í að rannsaka Biden feðgana, án þess þó að hafa geta sýnt fram á að Joe Biden hafi brotið af sér. Hunter Biden hefur einnig verið til rannsóknar hjá sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem sagðist nýverið ætla að ákæra hann fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu á árum áður. Hunter hafði einnig verið til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í mikilli neyslu fíkniefna. Saksóknarar og lögmenn hans höfðu komist að samkomulagi í því máli en ekki rættist úr því þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Rannsókn Repúblikana hefur að mestu beinst að þeim tíma þegar Hunter Biden sat í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma og að viðskiptum hans í Kína. Þeir hafa einnig kallað vitni fyrir þingið sem hafa haldið því fram að Dómsmálaráðuneytið hafi verndað Hunter Biden og dregið fæturna í að rannsaka feðgana. Ein þeirra þingnefnda sem hafa verið með Biden til rannsóknar um mánaðaskeið birti skýrslu í maí. Þar viðurkenndu þingmenn Repúblikanaflokksins að þeir hefðu engar vísbendingar fundið um að Joe Biden hefði brotið af sér, jafnvel þó þingmennirnir höfðu lengið gefið í skyn að forsetinn og fjölskylda hans hefðu framið glæpi og átt í spillingu. Krefst gagna um úkraínskan saksóknara James Comer, einn af leiðtogum rannsóknarinnar, krafðist þess í dag að utanríkisráðuneytið afhenti gögn um störf Bidens sem varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama. Hann sagðist vilja skilja það þegar Biden þrýsti á yfirvöld í Úkraínu á árum áður um að reka saksóknara sem heitir Viktor Shokin. Eins og áður hefur komið fram hafa Repúblikanar reglulega sakað Biden feðga um spillingu vegna orkufyrirtækisins Burisma, en Hunter sat í stjórn fyrirtækisins á árum áður. Repúblikanar saka Joe Biden um að hafa beitt sér til að reka saksóknara sem á að hafa verið að rannsaka Burisma vegna spillingar. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins skrifuðu undir bréf sem sent var Petro Poroshenko, þáverandi forseta Úkraínu, árið 2016. Í því bréfi kölluðu þeir eftir „endurbótum“ á embætti ríkissaksóknara Úkraínu. Bréf þetta, sem finna má hér á vef bandaríska þingsins, var sent í febrúar 2016, skömmu áður en þingmenn í Úkraínu kusu að víkja ríkissaksóknaranum úr embætti. Rob Portman, einn þingmannanna, birti meðfylgjandi tíst árið 2016 þar sem hann sagði Bandaríkin standa með Úkraínumönnum í baráttunni gegn spillingu. Ukraine s US friends stand w/#Ukraine in fight against corruption. Impt to continue progress made since #EuroMaidan: https://t.co/wQ1pqDC2mp— Rob Portman (@senrobportman) February 12, 2016 Þetta var á sama tíma og Biden, sem var þá varaforseti Bandaríkjanna, þrýsti á stjórnvöld í Úkraínu um að koma saksóknaranum úr embætti, vegna þess að hann þótti ekki berjast gegn spillingu af nægilega miklum krafti og var jafnvel sjálfur sakaður um spillingu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Ríkisstjórnir nokkurra ríkja og forsvarsmenn stofnanna sem aðstoðuðu Úkraínu á þessum tíma með fjárveitingum og öðrum hætti vildu Shokin burt. Biden hafði farið til Úkraínu í desember 2015 og í ræðu á þingi landsins kallaði hann eftir brottrekstri Shokin.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. 1. september 2023 09:09 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. 9. ágúst 2023 23:24 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12
Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. 1. september 2023 09:09
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. 9. ágúst 2023 23:24