„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 12:01 Ísak Andri Sigurgeirsson fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. vísir/sigurjón Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel. „Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti