Er allt í gulu? Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2023 08:30 Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ef svarið sem þú færð er „nei, veistu það er ekki allt í gulu... ég bara hef enga löngun til að lifa og mig langar hreinlega að kveðja þennan heim“, hvernig ætlar þú þá að bregðast við? Hver eru þín næstu skref sem vinur, systir, faðir eða samstarfsfélagi? September er gulur mánuður og 10. september var dagur geðheilbrigðis og sjálfsvígsforvarna. September er líka mánuður skyndihjálpar og annar laugardagur í september er Alþjóðadagur skyndihjálpar. Á þeim degi er lögð áhersla á að öllum sem vilja gefist tækifæri til að kynna sér skyndihjálp. Í ár viljum við hjá 1717 og skyndihjálparteymi Rauða krossins sameinast um að kynna geðrækt og sjálfsvígsforvarnir ásamt því að gefa öllum sem vilja tækifæri til að kynna sér hvernig það getur brugðist við þegar það er ekki „allt í gulu“. Öll getum við aðstoðað Öll getum við sýnt umhyggju og stuðning í formi sálrænnar fyrstu hjálpar, sem er leið til að bregðast við og veita aðstoð þegar einstaklingur sem stendur þér nálægt upplifir sjálfsvígshugsanir. Þjálfun í sálrænni fyrstu hjálp veitir þér sjálfsöryggið til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þú stendur frammi fyrir og stuðlar að því að þú getir unnið úr þinni upplifun og reynslu af aðstæðunum. Að HORFA – HLUSTA – TENGJA vísar til aðferða sem veita þér öryggi í að bregðast við með því að: HORFA eftir upplýsingum og tilfinningalegum viðbrögðum sem gefa vísbendingar um að einstaklingurinn sé með sjálfsvígshugsanir eða kominn að því að fremja sjálfsvíg. Þetta hjálpar einnig við að tryggja öryggi þitt og einstaklingsins og bregðast við áríðandi grunnþörfum. Vera til staðar og veita athygli, HLUSTA og róa einstaklinginn ef hann er í uppnámi og samþykkja tilfinningar hans og upplifanir. Gefa upplýsingar og TENGJA einstaklinginn við faglegan stuðning til þess að takast á við sjálfsvígshugsanirnar sem viðkomandi upplifir. Rauði krossinn hefur í áraraðir boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni fyrstu hjálp fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem þátttakendur tileinka sér HORFA - HLUSTA – TENGJA aðferðina. Námskeiðin stuðla að sjálfseflingu þátttakenda og veita þeim sjálfsöryggi til að takast á við óvæntar og erfiðar aðstæður. Látum okkur náungann varða, bregðumst við þegar það er ekki allt í gulu og veitum sálræna fyrstu hjálp. Munum líka eftir Hjálparsíma og netspjalli Rauða krossins 1717 og 1717.is, en þar er opið allan sólarhringinn, það er ókeypis að hafa samband og fullum trúnaði er heitið. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun