Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Þrjár breytingar síðan gegn Portúgal

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson er á sínum stað í byrjunarliði Íslands.
Guðlaugur Victor Pálsson er á sínum stað í byrjunarliði Íslands. Vísir/Hulda Margrét

Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Lúxemborg nú á eftir síðan í síðasta leik gegn Portúgal. Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson fá tækifæri í byrjunarliðinu.

Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins í Þýskalandi á næsta en leikurinn hefst eftir rúman klukkutíma í Lúxemborg. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 18:00.

Åge Hareide landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í kvöld og hann gerir alls þrjár breytingar síðan í 1-0 tapinu gegn Portúgal þann 20. júní síðastliðinn.

Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Hákon Arnar Haraldsson koma inn fyrir þá Albert Guðmundsson, Sverri Inga Ingason og Willum Þór Willumsson sem er í leikbanni. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Kolbeins í keppnisleik fyrir Ísland. Jóhann Berg Guðmundsson er fyrirliði Íslands í leiknum.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Valgeir Lunddal Friðriksson

Miðvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson

Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason

Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði

Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson

Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson

Vinstri kantmaður: Sævar Atli Magnússon

Framherji: Alfreð Finnbogason

Leikur Íslands verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í lýsingu Gumma Ben og Kjartans Henry Finnbogasonar. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00 og flautað verður til leiks í Lúxemborg klukkan 18:45. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×