Örlög skólans menntamerkis Sólveig Sigurðardóttir skrifar 8. september 2023 14:00 Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Af skólunum tveimur þekki ég MA betur en veit þó, eins og flestir Akureyringar, hve mikilvægir og frábærir þeir eru báðir, hvor með sína sérstöðu og ólíkar áherslur, skipulag, námsframboð og menningu. Það er mikil gæfa fyrir ungt fólk og samfélagið allt að eiga þessa valkosti í skólabænum Akureyri. Hugmyndin um sameiningu þessara afar ólíku skóla í 1800 nemenda miðjumoðsbákn hljómar hvorki heillavænleg fyrir MA-inga né vini okkar í VMA. Enda er stærð og nemendafjöldi varla góður mælikvarði á gæði skóla. Síður en svo. Helstu rök fyrir sameiningu sem sett eru fram eru þau að hægt verði að bjóða upp á fjölbreyttara nám, auka þjónustu og stuðning við nemendur og gera hagræðingar í rekstri. Burtséð frá því hvað orðalag er loðið þá get ég ekki séð að neitt þessara markmiða sé í eðli sínu háð sameiningu skólanna tveggja. Nema helst sparnaðarliðurinn. Til þess að tryggja nægilega þátttöku í sérhæfðari áföngum mætti t.d. auka enn frekar samstarf milli skólanna en ekki þarf samruna til þess. Á mínum menntaskólaárum tók ég t.a.m. nokkrar einingar í VMA sem ég fékk metnar inn í nám mitt við MA. Það var frábært. Skv. skýrslu PwC um rekstur skólanna og sviðsmyndir virðist MA standa verr að vígi heldur en VMA þegar kemur að hagkvæmni skólans sem rekstrareining. Það megi rekja til fækkunar nemenda í bóknámi undanfarin ár. Í sömu skýrslu segir að fjárhagsleg staða MA fari versnandi þar sem skólinn hafi tekið inn mun fleiri nemendur en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þarna vottar fyrir ákveðinni mótsögn sem ég næ ekki alveg utan um. Eru nemendur of fáir en á sama tíma of margir? Hvert er raunverulega vandamálið hér? Ég efast um að það séu óvinsældir skólans. Miðað við vægi rekstrarhagræðingar í framlögðum skýrslum er nokkuð ljóst að sá þáttur vegur afar þungt og því líklegt að langt yrði gengið í hagræðingarskyni. Í skýrslu PwC segir m.a. að til þess að samlegðaráhrif geti átt sér stað að fullu „þyrfti að samræma námskrár og sameinaður skóli þyrfti að vera með áfangakerfi að fullu, þ.e.a.s. að bekkjarkerfið yrði lagt niður“. Það er flestum MA-ingum ljóst að stór hluti þeirrar sterku menningar sem einkennir skólann og gerir hann að því sem hann er myndi glatast við þetta. Miðað við gögnin myndu áhrif sameiningar helst bitna á skipulagi, áherslum og hefðum MA; minni skólanum sem yrði gleyptur af þeim stærri. Hvað myndi sameinaður skóli annars heita og hvaða skólar yrðu þar af leiðandi ekki lengur til? “Settu þig inn í viðfangsefnið áður en þú setur þig yfir það” sagði kennari minn í arkitektaskólanum endurtekið við okkur nemendurna. Enda er auðmýkt eitt mikilvægasta verkfærið ef þú ætlar að leyfa þér að krukka í umgjörðina um líf annarra. Þessi regla á ekki síður við hér. Sameining hinna tveggja gjörólíku skóla sem hvor um sig hafa sína sérstöðu og menningu væri að mínu mati skammsýni og vanþekking á DNA þessara stofnana. Það er gott og gilt að leita lausna og leggja fram hugmyndir að úrbótum í samfélaginu til umræðu, og er það ekki síst hlutverk ráðherra. Hingað til hef ég ekki efast um að mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason sinni starfi sínu af heilindum og sé með hjartað á réttum stað þegar kemur að málefnum barna. Hugmyndir eru þó misgóðar og allar eiga ekki erindi á framkvæmdastig. Ég gef mér að endanleg ákvörðun um sameiningu hafi ekki enn verið tekin, enda væri afleitt að byrja á því að taka afdrifaríka ákvörðun og ætla sér í kjölfarið að ganga úr skugga um það hvort hún hafi verið góð. Á mettíma. Slík vinnubrögð fengju auðvitað falleinkunn. Sérstaklega ef samráð við hagsmunaaðila vantar – ekki síst unga fólkið. Skv. lögum nr. 92/2008 um framhaldsskóla er eitt af meginhlutverkum framhaldsskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi – og myndi ég jafnvel segja að þetta sé mikilvægasta verkefnið. Það skýtur því skökku við að sýna þessum sömu nemendum að lýðræðisþjóðfélagið sem verið er að búa þá undir taki ekki mark á þeim í málefnum sem þá snertir. Það sendir afar vond skilaboð til ungs fólks. (Nógu illa þótti mér vegið að framhaldsskólanemum við styttingu framhaldsskóla – af mörgum ástæðum – en það er efni í aðra grein.) Framhaldsskólanám snýst ekki bara um „nægilega fjölbreytt framboð áfanga“. Framhaldsskólanám er ekki síður allt það sem á sér stað og verður til á milli formlegra kennslustunda. Framhaldsskólinn er staður þar sem ungt fólk fær að spreyta sig á ýmsum áskorunum og ábyrgðarstöðum í eins konar smækkaðri mynd af samfélaginu. Menntaskólinn á Akureyri býr yfir gríðarlega sterku félagslífi og verðmætri menningu þar sem nemendur öðlast reynslu sem þeir búa að alla ævi. Slíkt verður ekki metið til fjár og ef til stendur að fórna því fyrir þær hagræðingartölur sem settar eru fram í fyrrnefndri skýrslu virðist það því miður falt fyrir slikk. Stöndum vörð um okkar öflugu menntastofnanir, dýrmætu hefðir, sérstöðu og samstöðu. Það er ekki eitthvað sem við kaupum til baka síðar, þegar fjárhagur batnar. Höfundur er MA-stúdent og arkitekt.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar