Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa 9. september 2023 08:01 Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skattar og tollar Vinnumarkaður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun