Ár frá andláti Elísabetar og Karli vegnar bara nokkuð vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 11:32 Karl og Camilla sóttu Royal Ascot í júní síðastliðnum. epa/Neil Hall Ár er liðið frá því að Karl III tók við konungstigninni af móður sinni Elísabetu II Bretadrottningu, við fráfall hennar hinn 8. september 2022. Karl virðist hafa tekist nokkuð vel að feta í fótspor móður sinnar en nýtur engu að síður töluvert minni vinsælda. Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott. Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Nokkur óvissa var uppi um það hvernig Karli yrði tekið sem konungi en hann hefur aldrei notið viðlíka vinsælda og móðir sín og oft á tíðum verið afar óvinsæll, meðal annars vegna sambandsins við Camillu drottningu þegar hann var kvæntur Díönu prinsessu. Þá þóttu hann og konungsfjölskyldan höndla það afar illa þegar Díana lést. Spurningar voru einnig uppi um það hvernig honum tækist að umbreyta sér úr aðgerðasinnanum sem hann var sem prinsinn af Wales en hann hefur löngum verið ötull talsmaður náttúruverndar og þekktur fyrir að rita stjórnmálamönnum bréf þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum á hinum og þessum málaflokk. Sem konungur virðist Karl ætla að halda aftur af sér hvað þetta varðar og hefur tekist ágætlega til. Hann sótti til að mynda ekki loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, COP27, en hafði áður verið vinsæll gestur hinna ýmsu viðburða tengdum loftslagsmálum. Þeir sem þekkja til segja hið mikla vinnuálag sem fylgir konungstigninni hafa komið Karli nokkuð á óvart, jafnvel þótt það hafi verið alþekkt hversu miklum tíma Elísabet varði við vinnu. Bæði við opinber skyldustörf og skriftir. Þá er þess enn beðið að hann taki af skarið og tilkynni breytingar á konungsveldinu en hann hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að það sé tímabært að „straumlínulaga“ stofnunina og minnka umsvif hennar. Þetta mun meðal annars fela í sér breytingar á störfum og aðstæðum annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Karl er einnig sagður eiga eftir að ná sáttum við son sinn Harry og bróður sinn Andrés. Þrátt fyrir að hafa tekist nokkuð fimlega að forðast gagnrýnisraddir sýna kannanir að Karl á enn nokkuð í land þegar kemur að vinsældum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun YouGov segjast 76 prósent Breta horfa Elísabetu jákvæðum augum, 67 prósent Vilhjálm prins af Wales, 63 prósent Önnu prinsessu og 62 prósent Katrínu prinsessu af Wales. Aðeins um 55 prósent segjast horfa Karl jákvæðum augum, sem þykri engu að síður nokkuð gott.
Bretland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira