Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Ingrid Kuhlman skrifar 12. september 2023 08:01 Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar