Endurskoðaður grænni samgöngusáttmáli Hjálmar Sveinsson skrifar 7. september 2023 14:00 Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samgöngur Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar