Frumsýndu lag og boðuðu fyrstu nýju plötuna í tæpa tvo áratugi Árni Sæberg skrifar 6. september 2023 23:11 Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood fyrir viðburðinn í dag. TOLGA AKMEN/EPA Rokkgoðsagnirnar í The Rolling Stones frumsýndu í dag nýtt lag og tónlistarmyndband og boðuðu útgáfu nýrrar plötu, þeirrar fyrstu frá árinu 2005. Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag. Tónlist Bretland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Platan kemur út þann 20. október næstkomandi og ber heitið Hackney Diamonds, eða Hackney demantar. Hackney er hverfi í Lundúnum, þar sem hljómsveitin var stofnuð, og Hackney diamonds er breskt slangur yfir glerbrot á vettvangi innbrots. Hljómsveitin kynnti plötuna í hverfinu í dag á viðburði þar sem spjallþáttastjórnandinn geðþekki Jimmy Fallon spurði meðlimi hljómsveitarinnar um efni hennar. Platan samanstendur af tólf nýjum lögum, þar af tveimur sem tekin voru upp ásamt Charlie Watts heitnum, trymbli hljómsveitarinnar til áratuga sem lést árið 2021. Trymbillinn Steve Jordan hefur tekið sæti Watts og spilar nú ásamt þeim Sir Mick Jagger, Keith Richards og Ronnie Wood. Richards sagði á viðburðinum í dag að það hefði verið erfitt að taka plötuna upp án Watts en að hann hefði veitt blessun sína fyrir því að Jordan tæki við af honum fyrir andlát hans. Fengu stórstjörnur í lið með sér Ásamt því að kynna plötuna frumsýndu þeir félagar nýja lagið Angry og tónlistarmyndband við það. Leikkonan Sydney Sweeney, sem hefur getið sér gott orð undanfarið í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Euphoria og The White Lotus, leikur aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandinu. Þá kom fram á viðburðinum í dag að stórstjarnan Lady Gaga syngi inn á plötuna og í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sagan segi að sjálfir Sir Paul McCartney og Stevie Wonder geri það sömuleiðis. Sveitin gaf síðast út smáskífu árið 2016. „Við höfum verið á tónleikaferðalagi nánast sleitulaust síðan þá og kannski vorum við aðeins of latir. Síðan sögðum við „setjum okkur frest.“,“ sagði Jagger í dag.
Tónlist Bretland Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira