Örsaga af spillingu og skipulögðum glæpum á Íslandi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 6. september 2023 22:00 Hér fer örsaga af skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu í íslensku samfélagi. Saga af fólki sem svindlar og fremur þaulskipulagða glæpi gegn samborgurum sínum og samfélagi. Saga af mönnum sem hafa komist til æðstu metorða yfir eftirlaunasjóðum almennings í skjóli spillingar og brota sem nær útilokað er að meta að fullu til tjóns. Mönnum sem sitja í valdamiklum stöðum í skjóli Samtaka atvinnulífsins, sem eru ráðandi afl yfir lífeyrissjóðum landsmanna. Mönnum sem er treyst fyrir hagsmunum sjóðfélaga sem þeir veigruðu sér ekki við að brjóta svo gróflega á. Þeir eru óáreittir í valdamiklum stöðum sínum þrátt fyrir að vera full meðvitaðir um þátt sinn í þeim brotum sem framdir voru gegn þjóðinni og full meðvitaðir um þau lög og reglur sem gilda um hæfi stjórnarmanna til setu í stjórnum lífeyrissjóða. Pálmar Óli Magnússon er í dag formaður stjórnar Birtu lífeyrissjóðs. Björgvin Jón Bjarnason er í dag formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Þeir voru báðir lykilstjórnendur hjá Samskipum þegar brotin voru framin. Annar þeirra er með réttarstöðu sakbornings í einu grófasta samkeppnislagabroti Íslandssögunnar. Hér á eftir má lesa nokkrar reyfarakenndar smásögur úr skýrslu Samkeppniseftiritsins um samráð skipafélaganna. Ég læt lesendum eftir að fylla nöfnin í eyðurnar. 35. Gögn málsins sýna að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en alvarlegustu brot þessa máls hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008. 36. Tilgangur verkefnisins var að kanna ábata fyrirtækjanna af því að „auka“ ólögmætt samráð fyrirtækjanna sem þá var fyrir hendi. Það samráð sem var þegar fyrir hendi í júní 2008 var m.a. eftirfarandi: • Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi. • Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. • Samráð í landflutningum á Norðurlandi. • Samráð í skipaafgreiðslu. 156. (S) frkvstj-millilandasv og (E)frkvstj-flutnkerf voru sem fyrr segir framkvæmdastjórar sem báru ábyrgð m.a. á siglingakerfi sinna fyrirtækja. Sökum þessa leiddu þeir viðræður Samskipa og Eimskips á síðari hluta ársins 2008 um breytingar á siglingakerfum og takmörkun á flutningsgetu. Gögnin sýna einnig að eftir að „Nýtt upphaf“ verkefnið hófst gegndu þeir leiðandi hlutverkum við undirbúning verðhækkana fyrirtækja sinna á sjóflutningum, en verðsamráði Samskipa og Eimskips er lýst nánar hér á eftir. 182. Undirbúningur Samskipa að breytingu á siglingakerfi fyrirtækisins og takmörkun flutningsgetu í samráði við Eimskip var hafinn í júlí 2008, sbr. m.a. framangreint minnisblað (S)frkvstj-millilandasv sem dagsett var 9. júlí 2008. Í þessum skjölum sem send voru (S)forstj kvöldið fyrir fundinn með Eimskipi þann 25. júlí 2008 var einnig að finna umfjöllun um mögulegt víðtækt ólögmætt samstarf við Eimskip í tengslum við takmörkun Samskipa á flutningsgetu. Var til dæmis fjallað um fjárhagsleg áhrif þess ef hluti af útflutningi Samskipa á áli fyrir Alcoa Fjarðarál myndi færast til Eimskips vegna takmörkunar Samskipa á flutningsgetu. ………. 189. Eins og eftirfarandi umfjöllun sýnir ræddu (S)forstj og (S)frkvstj-millilandasv um „strategíu“ gagnvart Alcoa og féll þar undir annars vegar verðhækkun og hins vegar verri þjónusta sem myndi leiða af fyrirhugaðri takmörkun á flutningsgetu og breytingu á siglingakerfinu. Samráð við Eimskip var lykilatriði til þess að ná hvoru tveggja fram gagnvart þessum mikilvæga viðskiptavini. 194. Eimskip fækkaði skipum fyrirtækisins í Norður-Ameríku siglingum úr tveimur í eitt. Í tillögum í framangreindum minnisblöðum (S)frkvstj-millilandasv, dags. 7. og 9. júlí 2008, var lagt til að Eimskip myndu draga úr flutningsgetu í siglingum til og frá Íslandi. Hvað Norður-Ameríku snertir var lagt til að Eimskip myndi fara úr tveggja skipa kerfi í eitt skip. Það gekk eftir. 275. Í fyrrgreindri glærukynningu (S)frkvstj-millilandasv var jafnframt gert ráð fyrir auknu samstarfi milli Samskipa og Eimskips og að mikilvægir viðskiptavinir færðust á milli fyrirtækjanna. Ein hugmyndin var að Samskip myndu hætta að sigla til Grundartanga og flutningar Samskipa fyrir Elkem á Grundartanga myndu færast til Eimskips. Á móti myndu flutningar Eimskips fyrir BYKO færast til Samskipa. Í kynningunni var jafnframt fjallað um þá útfærslu að hluti af flutningum Samskipa fyrir Alcoa myndu færast yfir til Eimskips og Eimskip myndi sinna flutningum á því umframmagni sem Samskip sinntu ekki vegna takmörkunar á flutningsþjónustu og skertrar þjónustu til Alcoa. Voru því í skjali (S)frkvstj-millilandasv áfram settar fram hugmyndir um ólögmæta markaðsskiptingu Samskipa og Eimskips í tengslum við fyrirhugaðar breytingar Samskipa á siglingakerfinu og takmörkun á flutningsgetu. Hafði hann gert það sama í minnisblöðum sínum, dags. 7. og 9. júlí 2008. 162. Framkvæmdastjórar landflutninga, (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl, funduðu á kaffihúsinu Mokka 4. júlí 2008. Ljóst er að á þeim fundi var a.m.k. rætt um aukið samstarf Samskipa og Eimskips í landflutningum. Horfa ber m.a. til þess að daginn fyrir fundinn, þann 3. júlí 2008, bað (E)frkvstjinnanl lögmann Eimskips um að senda drög að samningi milli Eimskips og Samskipa frá árinu 2006. Í drögunum var fjallað um umfangsmikið samstarf Samskipa og Eimskips í landflutningum. Á þessum fundi Samskipa og Eimskips var því fjallað um þann verkþátt „Nýtt upphaf“-verkefnisins sem varðaði aukið samstarf í landflutningum. 163. Þessi fundur var á föstudegi. Strax eftir helgina hófu (S)frkvstj-innanl, (E)frkvstj-innanl og undirmenn þeirra undirbúning að verðhækkunum og hækkuðu bæði Eimskip og Samskip verð á landflutningum í ágúst 2008. 198. Eins og fram hefur komið funduðu (S)frkvstjinnanl og (E)frkvstj-innanl 4. júlí 2008 og sýnir tölvupóstur (S)frkvstj-innanl frá 17. júlí 2008 frekari viðræður þeirra. Glærukynning (E)frkvstj-innanl frá 24. júlí 2008 sýnir a.m.k. að í bígerð var aukið samstarf á milli Eimskips og Samskipa í landflutningum á Austurlandi. Einnig veitir hún vísbendingu um að huga hafi átt að auknu samstarfi fyrirtækjanna í landflutningum á ferskum fiski. (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl áttu annan fund þann 11. ágúst 2008 og í þetta sinn með Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) til að vinna gegn samkeppni frá Íslandspósti. 199. Sama dag og (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl funduðu í ágúst 2008, þ.e. 11. ágúst 2008, tók gildi tæplega 10% verðhækkun Eimskips á innanlandsflutningum og þjónustugjöld innanlands. Samskip tilkynntu 27. ágúst 2008 einnig um umtalsverða hækkun á verði á landflutningum, sbr. nánar hér á eftir. Framkvæmdu Eimskip og Samskip þannig í ágúst 2008 verðhækkanir sem (E)frkvstj-innanl, (S)frkvstj-innanl og undirmenn þeirra hófu að undirbúa, sitt í hvoru lagi, eftir fund (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl þann 4. júlí 2008. 200. Það voru ekki aðeins forstjórar fyrirtækjanna og lykilstjórnendur á sviði landflutninga sem áttu samskipti í ágúst 2008. Framkvæmdastjórarnir (E)frkvstj-flutnkerf og (S)frkvstj-millilandasv hittust á fundi 14. ágúst 2008. Til viðbótar sátu fundinn forstöðumenn innflutningsdeilda Eimskips og Samskipa, (E)forstö-innfl og (S)forstö-innfl1. Þá sat forstjóri Eimskips á Íslandi, (E)frkvstj-EimÍsl, hluta fundarins. Voru þannig staddir saman á fundi stjórnendur Eimskips og Samskipa sem báru ábyrgð á siglingakerfum, flutningsgetu, verðlagningu og öðrum samkeppnisþáttum í sjóflutningum fyrirtækjanna. 207. Daginn eftir að (S)forstö-innfl1 og (E)forstö-innfl ræddu saman tilkynntu Samskip um verulega hækkun á sjóflutningsþjónustu og tók hún gildi 1. september 2008. Sama dag fjallaði (S)forstö-innfl1 í tölvupósti til samstarfsmanns um verðhækkun gagnvart tilteknum viðskiptavini og tengdi þetta við fund með Eimskip í vikunni þar á eftir. Sem fyrr segir tók verðhækkun Eimskip á landflutningum gildi 11. ágúst 2008. Þann 27. ágúst 2008 tilkynntu Samskip sömuleiðis um verulega verðhækkun á landflutningum og tók hún einnig gildi 1. september 2008. 218. Í samræmi við þetta sendi (S)forstö-innfl1 tölvupóst til undirmanna sinna 1. september 2008 og gaf fyrirmæli um „stóra verkefnið“. Fólst í því sérstök verðhækkun gagnvart mikilvægum viðskiptavinum eins og t.d. Vífilfelli, Húsasmiðjunni, Kaupási, Rúmfatalagernum og ÍSAM. Var þetta hækkun umfram þá miklu almennu verðhækkun sem tekið hafði gildi þennan dag. Skyldu undirmenn (S)forstö-innfl1 annars vega hækka verð á akstri gagnvart mikilvægum viðskiptavinum og jafnframt „troða FAF á alla núna“ en FAF er olíugjald í landflutningum. Þann 9. september 2008 sendi (S)forstö-innfl1 tölvupóst til (S)forstj og sagði honum að tiltekinn erlendur kostnaður Samskipa hefði lækkað mjög mikið. Það hefði „gengið hjá okkur að skila þessum lækkunum ekki út“ og þýddi þetta að viðkomandi álagning Samskipa jókst um 400%. Þessi gögn (S)forstö-innfl1 sýna mikið sjálfstraust og vissu hans sem stjórnanda hjá Samskipum um getu til að hækka eða halda upp verði en hann hafði átt í ítrekuðum samskiptum við þá stjórnendur Eimskips sem réðu verðlagningu þess fyrirtækis. 276. Eins og áður sagði funduðu (E)frkvstj-innanl og (S)frkvstj-innanl þann 17. september 2008 í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Á þeim fundi var ekki aðeins rætt um aukið samstarf í landflutningum heldur náðu fyrirtækin saman um gagnkvæma sjóflutninga milli Reykjavíkur og Reyðarfjarðar. Eftir að Samskip takmörkuðu flutningsgetu í lok október 2008 féllu niður sjóflutningar milli Reykjavíkur og Reyðafjarðar. Á grundvelli þessa samkomulags flutti Eimskip tóma gáma Samskipa frá Reykjavík til Reyðarfjarðar sem voru síðan notaðir til flytja út ál Alcoa. Var þetta samkomulag frá 17. september 2008 því hluti af samráði og undirbúningi fyrir fyrirhugaða takmörkun Samskipa á flutningsgetu í sjóflutningum. 360. Framkvæmdastjórar landflutninga, (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl, funduðu 4. júlí 2008 og strax í kjölfar þess fundar hófu þeir og undirmenn þeirra undirbúning að því að hækka verð. Bæði fyrirtækin hækkuðu eða tilkynntu um verðhækkun á landflutningum í ágúst 2008. Undirmenn (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl ræddu síðan saman 8. og 9. september og á tímabilinu 10. – 16. september 2008. Þá funduðu (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl 17. september 2008. Um var ræða samskipti Samskipa og Eimskips sem höfðu að markmiði að raska samkeppni. Niðurlag. Úr reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Nr. 180/2013 7. gr. Háttsemi. Framkvæmdastjórar mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga megi í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heil¬brigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni hugsanlega misnota aðstöðu sína eða skaða lífeyrissjóðinn. Við matið er m.a. litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor lífeyrissjóðsins. Jafnframt er höfð hliðsjón af fyrri afskiptum Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér fer örsaga af skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu í íslensku samfélagi. Saga af fólki sem svindlar og fremur þaulskipulagða glæpi gegn samborgurum sínum og samfélagi. Saga af mönnum sem hafa komist til æðstu metorða yfir eftirlaunasjóðum almennings í skjóli spillingar og brota sem nær útilokað er að meta að fullu til tjóns. Mönnum sem sitja í valdamiklum stöðum í skjóli Samtaka atvinnulífsins, sem eru ráðandi afl yfir lífeyrissjóðum landsmanna. Mönnum sem er treyst fyrir hagsmunum sjóðfélaga sem þeir veigruðu sér ekki við að brjóta svo gróflega á. Þeir eru óáreittir í valdamiklum stöðum sínum þrátt fyrir að vera full meðvitaðir um þátt sinn í þeim brotum sem framdir voru gegn þjóðinni og full meðvitaðir um þau lög og reglur sem gilda um hæfi stjórnarmanna til setu í stjórnum lífeyrissjóða. Pálmar Óli Magnússon er í dag formaður stjórnar Birtu lífeyrissjóðs. Björgvin Jón Bjarnason er í dag formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Þeir voru báðir lykilstjórnendur hjá Samskipum þegar brotin voru framin. Annar þeirra er með réttarstöðu sakbornings í einu grófasta samkeppnislagabroti Íslandssögunnar. Hér á eftir má lesa nokkrar reyfarakenndar smásögur úr skýrslu Samkeppniseftiritsins um samráð skipafélaganna. Ég læt lesendum eftir að fylla nöfnin í eyðurnar. 35. Gögn málsins sýna að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en alvarlegustu brot þessa máls hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008. 36. Tilgangur verkefnisins var að kanna ábata fyrirtækjanna af því að „auka“ ólögmætt samráð fyrirtækjanna sem þá var fyrir hendi. Það samráð sem var þegar fyrir hendi í júní 2008 var m.a. eftirfarandi: • Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi. • Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. • Samráð í landflutningum á Norðurlandi. • Samráð í skipaafgreiðslu. 156. (S) frkvstj-millilandasv og (E)frkvstj-flutnkerf voru sem fyrr segir framkvæmdastjórar sem báru ábyrgð m.a. á siglingakerfi sinna fyrirtækja. Sökum þessa leiddu þeir viðræður Samskipa og Eimskips á síðari hluta ársins 2008 um breytingar á siglingakerfum og takmörkun á flutningsgetu. Gögnin sýna einnig að eftir að „Nýtt upphaf“ verkefnið hófst gegndu þeir leiðandi hlutverkum við undirbúning verðhækkana fyrirtækja sinna á sjóflutningum, en verðsamráði Samskipa og Eimskips er lýst nánar hér á eftir. 182. Undirbúningur Samskipa að breytingu á siglingakerfi fyrirtækisins og takmörkun flutningsgetu í samráði við Eimskip var hafinn í júlí 2008, sbr. m.a. framangreint minnisblað (S)frkvstj-millilandasv sem dagsett var 9. júlí 2008. Í þessum skjölum sem send voru (S)forstj kvöldið fyrir fundinn með Eimskipi þann 25. júlí 2008 var einnig að finna umfjöllun um mögulegt víðtækt ólögmætt samstarf við Eimskip í tengslum við takmörkun Samskipa á flutningsgetu. Var til dæmis fjallað um fjárhagsleg áhrif þess ef hluti af útflutningi Samskipa á áli fyrir Alcoa Fjarðarál myndi færast til Eimskips vegna takmörkunar Samskipa á flutningsgetu. ………. 189. Eins og eftirfarandi umfjöllun sýnir ræddu (S)forstj og (S)frkvstj-millilandasv um „strategíu“ gagnvart Alcoa og féll þar undir annars vegar verðhækkun og hins vegar verri þjónusta sem myndi leiða af fyrirhugaðri takmörkun á flutningsgetu og breytingu á siglingakerfinu. Samráð við Eimskip var lykilatriði til þess að ná hvoru tveggja fram gagnvart þessum mikilvæga viðskiptavini. 194. Eimskip fækkaði skipum fyrirtækisins í Norður-Ameríku siglingum úr tveimur í eitt. Í tillögum í framangreindum minnisblöðum (S)frkvstj-millilandasv, dags. 7. og 9. júlí 2008, var lagt til að Eimskip myndu draga úr flutningsgetu í siglingum til og frá Íslandi. Hvað Norður-Ameríku snertir var lagt til að Eimskip myndi fara úr tveggja skipa kerfi í eitt skip. Það gekk eftir. 275. Í fyrrgreindri glærukynningu (S)frkvstj-millilandasv var jafnframt gert ráð fyrir auknu samstarfi milli Samskipa og Eimskips og að mikilvægir viðskiptavinir færðust á milli fyrirtækjanna. Ein hugmyndin var að Samskip myndu hætta að sigla til Grundartanga og flutningar Samskipa fyrir Elkem á Grundartanga myndu færast til Eimskips. Á móti myndu flutningar Eimskips fyrir BYKO færast til Samskipa. Í kynningunni var jafnframt fjallað um þá útfærslu að hluti af flutningum Samskipa fyrir Alcoa myndu færast yfir til Eimskips og Eimskip myndi sinna flutningum á því umframmagni sem Samskip sinntu ekki vegna takmörkunar á flutningsþjónustu og skertrar þjónustu til Alcoa. Voru því í skjali (S)frkvstj-millilandasv áfram settar fram hugmyndir um ólögmæta markaðsskiptingu Samskipa og Eimskips í tengslum við fyrirhugaðar breytingar Samskipa á siglingakerfinu og takmörkun á flutningsgetu. Hafði hann gert það sama í minnisblöðum sínum, dags. 7. og 9. júlí 2008. 162. Framkvæmdastjórar landflutninga, (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl, funduðu á kaffihúsinu Mokka 4. júlí 2008. Ljóst er að á þeim fundi var a.m.k. rætt um aukið samstarf Samskipa og Eimskips í landflutningum. Horfa ber m.a. til þess að daginn fyrir fundinn, þann 3. júlí 2008, bað (E)frkvstjinnanl lögmann Eimskips um að senda drög að samningi milli Eimskips og Samskipa frá árinu 2006. Í drögunum var fjallað um umfangsmikið samstarf Samskipa og Eimskips í landflutningum. Á þessum fundi Samskipa og Eimskips var því fjallað um þann verkþátt „Nýtt upphaf“-verkefnisins sem varðaði aukið samstarf í landflutningum. 163. Þessi fundur var á föstudegi. Strax eftir helgina hófu (S)frkvstj-innanl, (E)frkvstj-innanl og undirmenn þeirra undirbúning að verðhækkunum og hækkuðu bæði Eimskip og Samskip verð á landflutningum í ágúst 2008. 198. Eins og fram hefur komið funduðu (S)frkvstjinnanl og (E)frkvstj-innanl 4. júlí 2008 og sýnir tölvupóstur (S)frkvstj-innanl frá 17. júlí 2008 frekari viðræður þeirra. Glærukynning (E)frkvstj-innanl frá 24. júlí 2008 sýnir a.m.k. að í bígerð var aukið samstarf á milli Eimskips og Samskipa í landflutningum á Austurlandi. Einnig veitir hún vísbendingu um að huga hafi átt að auknu samstarfi fyrirtækjanna í landflutningum á ferskum fiski. (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl áttu annan fund þann 11. ágúst 2008 og í þetta sinn með Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) til að vinna gegn samkeppni frá Íslandspósti. 199. Sama dag og (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl funduðu í ágúst 2008, þ.e. 11. ágúst 2008, tók gildi tæplega 10% verðhækkun Eimskips á innanlandsflutningum og þjónustugjöld innanlands. Samskip tilkynntu 27. ágúst 2008 einnig um umtalsverða hækkun á verði á landflutningum, sbr. nánar hér á eftir. Framkvæmdu Eimskip og Samskip þannig í ágúst 2008 verðhækkanir sem (E)frkvstj-innanl, (S)frkvstj-innanl og undirmenn þeirra hófu að undirbúa, sitt í hvoru lagi, eftir fund (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl þann 4. júlí 2008. 200. Það voru ekki aðeins forstjórar fyrirtækjanna og lykilstjórnendur á sviði landflutninga sem áttu samskipti í ágúst 2008. Framkvæmdastjórarnir (E)frkvstj-flutnkerf og (S)frkvstj-millilandasv hittust á fundi 14. ágúst 2008. Til viðbótar sátu fundinn forstöðumenn innflutningsdeilda Eimskips og Samskipa, (E)forstö-innfl og (S)forstö-innfl1. Þá sat forstjóri Eimskips á Íslandi, (E)frkvstj-EimÍsl, hluta fundarins. Voru þannig staddir saman á fundi stjórnendur Eimskips og Samskipa sem báru ábyrgð á siglingakerfum, flutningsgetu, verðlagningu og öðrum samkeppnisþáttum í sjóflutningum fyrirtækjanna. 207. Daginn eftir að (S)forstö-innfl1 og (E)forstö-innfl ræddu saman tilkynntu Samskip um verulega hækkun á sjóflutningsþjónustu og tók hún gildi 1. september 2008. Sama dag fjallaði (S)forstö-innfl1 í tölvupósti til samstarfsmanns um verðhækkun gagnvart tilteknum viðskiptavini og tengdi þetta við fund með Eimskip í vikunni þar á eftir. Sem fyrr segir tók verðhækkun Eimskip á landflutningum gildi 11. ágúst 2008. Þann 27. ágúst 2008 tilkynntu Samskip sömuleiðis um verulega verðhækkun á landflutningum og tók hún einnig gildi 1. september 2008. 218. Í samræmi við þetta sendi (S)forstö-innfl1 tölvupóst til undirmanna sinna 1. september 2008 og gaf fyrirmæli um „stóra verkefnið“. Fólst í því sérstök verðhækkun gagnvart mikilvægum viðskiptavinum eins og t.d. Vífilfelli, Húsasmiðjunni, Kaupási, Rúmfatalagernum og ÍSAM. Var þetta hækkun umfram þá miklu almennu verðhækkun sem tekið hafði gildi þennan dag. Skyldu undirmenn (S)forstö-innfl1 annars vega hækka verð á akstri gagnvart mikilvægum viðskiptavinum og jafnframt „troða FAF á alla núna“ en FAF er olíugjald í landflutningum. Þann 9. september 2008 sendi (S)forstö-innfl1 tölvupóst til (S)forstj og sagði honum að tiltekinn erlendur kostnaður Samskipa hefði lækkað mjög mikið. Það hefði „gengið hjá okkur að skila þessum lækkunum ekki út“ og þýddi þetta að viðkomandi álagning Samskipa jókst um 400%. Þessi gögn (S)forstö-innfl1 sýna mikið sjálfstraust og vissu hans sem stjórnanda hjá Samskipum um getu til að hækka eða halda upp verði en hann hafði átt í ítrekuðum samskiptum við þá stjórnendur Eimskips sem réðu verðlagningu þess fyrirtækis. 276. Eins og áður sagði funduðu (E)frkvstj-innanl og (S)frkvstj-innanl þann 17. september 2008 í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Á þeim fundi var ekki aðeins rætt um aukið samstarf í landflutningum heldur náðu fyrirtækin saman um gagnkvæma sjóflutninga milli Reykjavíkur og Reyðarfjarðar. Eftir að Samskip takmörkuðu flutningsgetu í lok október 2008 féllu niður sjóflutningar milli Reykjavíkur og Reyðafjarðar. Á grundvelli þessa samkomulags flutti Eimskip tóma gáma Samskipa frá Reykjavík til Reyðarfjarðar sem voru síðan notaðir til flytja út ál Alcoa. Var þetta samkomulag frá 17. september 2008 því hluti af samráði og undirbúningi fyrir fyrirhugaða takmörkun Samskipa á flutningsgetu í sjóflutningum. 360. Framkvæmdastjórar landflutninga, (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl, funduðu 4. júlí 2008 og strax í kjölfar þess fundar hófu þeir og undirmenn þeirra undirbúning að því að hækka verð. Bæði fyrirtækin hækkuðu eða tilkynntu um verðhækkun á landflutningum í ágúst 2008. Undirmenn (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl ræddu síðan saman 8. og 9. september og á tímabilinu 10. – 16. september 2008. Þá funduðu (S)frkvstj-innanl og (E)frkvstj-innanl 17. september 2008. Um var ræða samskipti Samskipa og Eimskips sem höfðu að markmiði að raska samkeppni. Niðurlag. Úr reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Nr. 180/2013 7. gr. Háttsemi. Framkvæmdastjórar mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi, athöfn eða athafnaleysi, sem gefur tilefni til að draga megi í efa hæfni þeirra til að standa fyrir traustum og heil¬brigðum rekstri eða að líkur séu til að þeir muni hugsanlega misnota aðstöðu sína eða skaða lífeyrissjóðinn. Við matið er m.a. litið til háttsemi aðila sem kynni að rýra trúverðugleika hans og skaða orðspor lífeyrissjóðsins. Jafnframt er höfð hliðsjón af fyrri afskiptum Fjármálaeftirlitsins vegna starfa aðila eða vegna starfshátta eftirlitsskylds aðila sem hann var í forsvari fyrir eða bar ábyrgð á. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar